Miklir sumarhitar voru í síðustu viku á hálendinu við Veiðivötn og dró þá talsvert úr veiði í grynnri vötnunum en var hún skárri í þeim dýpri.
Fram kemur í vikuyfirlit Veiðifélags Landmannaafréttar að mikið hafi dregið úr veiði í Litlasjó frá því sem var í fyrstu vikunum en hann er fremur grunnur og hitnar mikið í sumarhitunum og í langvarandi stillum og verður fyrir vikið minna um súrefni í vatninu. Fiskurinn leitar þá út á dýpið í leit að kaldara vatni og því erfiðara að ná til hans.
Í þessari sjöundu viku veiddust 1897 fiskar, 615 urriðar og 1282 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 615 og en aðeins 142 fengust í Litlasjó sem þykir óvanalega lítil veiði. Hástökkvari vikunnar er Grænavatn en þar sem veiddust 165 vænir urriðar
Heildarveiðin úr Veiðivötnum er komin í 18.415 fiska, sem skiptist í 8266 urriðar og 10.149 bleikjur. Snjóölduvatni hefur gefið 5393 fiska og þar á eftir kemur Litlasjór með 3764 fiska.
Þyngsti fiskurinn er 13,2 punda urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Þá hefur komið 12,6 punda urriði úr Skálavatni, 11 punda úr Grænavatni og 10 punda úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,3 pund en mesta meðalþyngd er úr Grænavatni 2,9 pund. Einnig er góð meðalþyngd úr Ónýtavatni fremra, Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.
Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |