Nokkrar laxveiðiár eru í Danmörku og gefa sumar þeirra oft mjög stóra laxa sem eru sjaldséðir hér á landi. Ein af þekktari ánum þar er Storåen á Norður-Jótlandi sem hefur löngum gefið fjölda stórlaxa á hverjum sumri.
Þannig var með með veiðimanninn Lars Barrup sem veiddi síðastliðinn laugardag 130 cm risahæng í Storåen skammt við bæinn Vemb. Fram kom að Lars hafi fengið á hænginn stóra á spún. Ekki kom fram ummálið á þessum stóra laxi sem sleppt var að lokinni viðureign eins og reglur í ánni kveða á um. Geta má má ráð fyrir hafi vegið í það minnsta um 25 kíló eða um 50 pund.
Til samanburðar vó Grímseyjarlaxinn svokallaði 24,5 kíló blóðgaður og var mældur 132 cm, en hann fékk Óli Bjarnason sjómaður í þorskanet 400 metra vestur af Grímsey þann 8. apríl árið 1957. Er það stærsti lax sem veiðst hefur við Ísland.
Stærsti stangaveiddi lax á Íslandi veiddist þann 24. júní árið 1992 en það var niðurgöngulax og kom á land í Bakká í Bakkafirði. Hafði laxinn dvalið allan veturinn í ánni og var því heldur rýr en mældist á lengdina 130 cm og var vó 21,5 kíló.
Þessi lax Lars Barrup er þó fráleitt stærsti lax sem veiðst hefur í Storåen því haustið 2016 fékk Simon Kastup Shimizu, 23 ára gamall háskólanemi 141 cm lax á við Holstebro sem einnig tók spún. Er það stærsti lax sem landað hefur verið í Danmörku.
Hátt hlutfall stórlaxa virðist vera í ánni og hefur í sumar mörgum löxum verið landað yfir 100 cm, þar af fjórir aðrir á bilinu 114 til 120 cm.
Mikið eftirlit er með veiði í Storåen og reglur uppfærðar á hverju sumri. Á þessu sumri er heimilt að veiða 475 laxa í ánni fyrir neðan vatnsaflsvirkjun við Holstebro. Veiðitímabilið er frá 16. apríl til 15. október sem skiptast í 250 laxa sem eru undir 75 cm og 225 laxa sem eru yfir 75 cm. Til viðbótar við lax veiðist meðal annars sjóbirtingur og gedda. Skráningarskylda er á hverjum veiddum fiski og vel fylgst með því að menn sinni skráningu á afla og verður að skila inn skýrslu um veiðina fyrir miðnætti á veiðidegi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |