Víða góð veiði í kjölfar rigninga

Þorsteinn Joð slæst við stórlax í Neðri fossi í Hofsá …
Þorsteinn Joð slæst við stórlax í Neðri fossi í Hofsá í morgun. Þegar upp var staðið landaði hann 92 sentímetra hæng. Ljósmynd/Einar Falur

Miklar rigningar á norðvesturlandi og norðurlandi hafa haft góð áhrif á laxveiði. Vatnsleysi hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum af helstu laxveiðiám á suðvesturlandi og raunar um allt vestanvert landið.

Þannig hefur Laxá á Ásum heldur betur tekið kipp í veiði og er áin nú komin í sömu tölu veiðilega og hún var í á sama tíma í fyrra, og stendur nú í tæplega fimm hundruð fiskum.. Sturla Birgisson rekstraraðili Laxár sagði í samtali við Sporðaköst að áin hefði heldur betur tekið við sér síðustu viku og hafa tvö síðustu holl landað um 160 löxum á sjö dögum. „Ég vissi alveg að við áttum töluvert inni og það er drjúg mikið af fiski í Ásunum,“ sagði Sturla.

Smári Sigurðsson með 94 sentímetra hæng úr Arnarhólshyl í Hofsá. …
Smári Sigurðsson með 94 sentímetra hæng úr Arnarhólshyl í Hofsá. Viðureignin tók 35 mínútur enda var fiskurinn tekinn á stöng fyrir línu sex. Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð hefur verið um vænan fisk í Ásunum í sumar og í gær veiddist 101 sentímetra hrygna í Fluguhyl. Hrygnan tók fluguna Evening dress númer sextán, en sú fluga hefur gefið vel í Ásunum í sumar. „Strax eftir að hrygnunni hafði verið landað fór veiðifélaginn út og setti í annan eins fisk og var það hængurinn. Hann hins vegar sleit tauminn og var því miður ekki hægt að mæla hann," sagði Sturla Birgisson.

Vatnsdalsá er nú kolmórauð og sama gerðist með Víðidalsá í gær. Nú er töluverður spenningur hvað gerist þegar árnar hreinsa sig en þekkt er að góð veiði verður oft eftir að árnar fara í „kakó.“ Víðidalsá sem var komin undir tvo rúmmetra í rennsli fór við rigningarnar upp í ellefu rúmmetra.

Theodór Erlingsson með 94 sentímetra lax úr Stekkjarhyl í Laxá …
Theodór Erlingsson með 94 sentímetra lax úr Stekkjarhyl í Laxá á Ásum. Nokkuð hefur verið um stórlaxa þar. 101 sentímetra hrygna veiddist þar nýlega. Ljósmynd/Aðsend

Miðfjarðará gaf góða veiði í gær eftir rigninguna og var þrjátíu löxum landað þar í gær seinnipartinn.

Selá í Vopnafirði fór í kakó en hreinsaði sig fljótt aftur og er þar ágætis veiði. Hofsá systir hennar hækkaði í vatni en tók ekki lit. Þar er ágæt veiði og í morgun var tveimur fiskum yfir 90 sentímetra landað eftir langar og strangar viðureignir. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert