Eðlilegt ástand að komast á eftir rigningu

Ítalskur veiðimaður glímir við lax í Vesturá í Miðfirði í …
Ítalskur veiðimaður glímir við lax í Vesturá í Miðfirði í mesta vatnsleysinu fyrr í sumar. ÞGÞ

Langþráð rigning á norðvesturlandi lífgaði talsvert upp á veiðina þó sumar ár hefðu hlaupið í flóð og voru óveiðandi á tímabili.

Að sögn Rafn Alfreðssonar leigutaka Miðfjarðarár í Húnavatnssýslu tók veiðin verulegan kipp í kjölfarið á mikilli úrkomu og eru núna að veiðast 20 til 30 laxar á hverri vakt frá því að rigna tók á sunnudaginn. Vesturá og Núpsá sem fóru hvað verst út úr langvarandi þurrkum og voru orðnar nánast óveiðandi eru farnar að gefa laxa.

Vesturá hefur verið að gefa um 20 laxa á dag frá því að rigna fór og eru laxarnir byrjaðir að dreifa sér vel upp eftir ánni fiskar og farnir að veiðast ofarlega í ánni, til dæmis í Orrustuhyl, Sandgili og Guðnavörðuhyl.

Þá hefðu fyrstu laxarnir á sumrinu veiðst í Núpsá á þriðjudaginn þegar sitt hvor laxinn  veiddist í Efri Núpsfossi og Svarthyl. Núpsá væri búin að vera óveiðandi í allt sumar sökum vatnsleysis og munaði miklu um að fá hana inn núna.

Austurá héldi almennt vatni mun betur en hinar tvær í þurrkatíð en hefði litast nokkuð í kjölfarið á vatnsveðrinu. Hún væri þó yfirleitt fljót að jafna sig en verið nánast óveiðandi eina vakt.  

Talsvert mikið af svokölluðum 90 plús fiskum eru að veiðast á hverri vakt, allt að 95 cm, tveir stærstu laxar það sem af er væru 100 cm. 

Rafn sagði að hins vegar væri ljóst að heilt yfir væri mun minna af fiski í ánni nú í ár en sumrin þar á undan. Þurrviðrið og vatnsleysið fram eftir sumri hefði gert ástandið illt verra hvað það varðar.

Hilmar Hansson og félagar sem eru á veiðum í Hrútafjarðará lönduðu í gær 19 löxum á þrjár 3 stangir. Níu af löxunum voru stórir, frá 81 til 95 cm.

Þá virðist sem eitthvað að rigningunni hafi náð inn í vötnin á sunnanverðri Arnarvatnsheiði því í Kjarrá í Borgarfirði tóku menn eftir að vatnsmagnið lagaðist lítillega og var 18 löxum landað þar í gær sem er langbesti dagur á sumarsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert