Flottur gangur í Sæmundará

Jón Ásgeir Gestsson með 90 cm hrygnu sem hann veiddi …
Jón Ásgeir Gestsson með 90 cm hrygnu sem hann veiddi úr Sæmundará í gær á rauða Snældu nr.12. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Jóhanns Vals Stefnissonar sem er einn af leigutökum af Sæmundará í Skagafirði þá kom mikill kippur þar í veiðina í kjölfar á mikilli rigningartíð síðustu daga.

Jóhann sagði í samtali að menn hafi verið setja í mikið af stórfiski síðustu daga og hafi margir þeirra sloppið eftir langa baráttu.  Kvaðst Jóhann sjálfur hafa sett í einn slíkan dreka í Neðri-Varmalandshyl og stóð sú barátta í rúman klukkutíma og endaði með að sá stóri hann sleit tauminn.

Arnar svipađur bardagi var í svokölluðum Melshyl og var þar gríðarlegur risi á ferðinni sem stökk eftir mikla baráttu og fékk veiðikonan sem hélt á stönginni báða krókana upprétta til baka. Var kíkt ofan í hylinn að lokum og sáu menn 50 til 60 laxa liggja þar í hnapp.

Jón sagði að sennilega væru um 100 laxar komnir á land en veiðin hefði farið rólega af stað vegna vatnsleysis.  Núna hefur vatnsmagnið sennilega tífaldast og fiskur að hellast inn í ána og hafa menn orðið varir við talsvert af lúsugum smálaxi. 

Veitt er á tvær til þrjár stangir í Sæmundará og er veiðisvæðið um 17 kílómetrar, en 302 laxar veiddust í ánni sumarið 2018.

Að sögn Jóhanns hefur mikið ræktunarstarf verið unnið í rúma tvo áratugi en þá var orðin sáralítil veiði í ánni vegna ofveiði.  Er áin fiskgeng að Gýgjarfossi, en þar fyrir ofan er langt svæði þar sem botngerð er talin henta ágætlega sem búsvæði fyrir laxaseiði. Því hefur síðastliðin ár á hverjum hausti verið sleppt nokkrum tugum para af löxum til nýtingar á þessum svæðum í samstarfi við fiskifræðinga í Háskólanum á Hólum. Er sérstök girðing strengd yfir ána fyrir ofan fossinn til að koma í veg fyrir að laxarnir leiti aftur niður ána, en ekki er talið að Gýgjarfoss valdi afföllum á niðurgönguseiðum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert