Stórveiðimaðurinn Cezary Fijalkowski hefur verið duglegur að veiða í þjóðgarðinum á Þingvöllum í sumar. Hefur hann landað yfir 70 urriðum og er uppistaðan rígvænn urriði.
Frá þessu er greint á vefsíðu Veiðikortsins. Fram kemur að veiðin í vatninu hafi verið mjög góð í sumar og að bleikjuveiðin sé enn mjög góð. Þá fer nú að renna upp sá tími að urriðinn fari að sýna sig í auknu mæli nálægt landi í hausthúminu.
Var Cezary í fyrrakvöld í vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir nokkra stóra urriðadreka og landaði Michal meðal annars einum 20 punda. Veiddu þeir félagarnir langt fram yfir ljósaskiptin og er það þeirra mat að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á.
Veiðikortið vill þó benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til á svæðinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |