Framtíð Blöndu ræðst 28. ágúst

Veiðimenn með lax við Blöndu. Almennur félagsfundur í veiðifélaginu mun …
Veiðimenn með lax við Blöndu. Almennur félagsfundur í veiðifélaginu mun fara yfir stöðu mála þann 28. ágúst. Einar Falur Ingólfsson

Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár hefur verið boðaður þann 28. þessa mánaðar. Á fundinum verða kynnt staða mála varðandi mögulegt framhald á leigu á veiðirétti fyrir Blöndu og Svartá. Eins og Sporðaköst greindu frá sagði Lax-á ehf, félag Árna Baldurssonar upp samningi um ána þann 1. ágúst. Samningurinn var til loka næsta árs eða 2020.

Sigurður Ingi Guðmundsson bóndi á Ytri Löngumýri er formaður Veiðifélags Blöndu og Svartár. ”Við stefnum að því að almennur félagsfundur í veiðifélaginu fari yfir stöðuna og meti hvað rétt er að gera. Við teljum að það sé rétt að almennur fundur taki ákvörðun um næsta skref,” sagði Sigurður Ingi í samtali við Sporðaköst.

Hann staðfesti að nokkrir aðilar hefðu haft samband og lýst yfir áhuga. Hann sagðist vonast eftir því að fundurinn næði niðurstöðu og þar stæði valið fyrst og fremst um það hvort bjóða ætti ána út fljótlega eða að gengið verði til viðræðna við einhvern af þeim aðilum sem lýst hafa yfir áhuga á að taka ána á leigu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert