Sjö ára landaði 97 sm stórlaxi

Karólína Ósk með stórlaxinn. Hún var hissa og mjög stolt …
Karólína Ósk með stórlaxinn. Hún var hissa og mjög stolt með fiskinn. Ljósmynd/RVA

Karólína Ósk Rafnsdóttir er sjö ára gömul og 120 sentímetrar á hæð. Hún er mikil veiðiáhugamanneskja og fór í vikunni með pabba sínum, Rafni Alfreðssyni að veiða og markmiðið var að setja í fallega bleikju. Pabbi hennar leigir Miðfjarðará og voru því heimatökin hæg. Farið var með Karólínu í hyl sem heitir hornið og þar er bleikja en reyndar einnig lax.

Hún á sjö feta flugustöng fyrir línu fimm og er orðin býsna flink með hana. Þau feðgin fóru i Horn og Karólína kastaði fyrst en stífur vindur gerði það að verkum að hún náði ekki nægilega langt út. Hún bað pabba að kasta fyrir sig. Hann gerði það og rétti henni stöngina. Hún strippaði rólega og skyndilega var rifið í línuna og átökin voru mikil. „Pabbi, pabbi þetta er risafiskur.“

Hér er Karólína með litlu stöngina. Virkilega sjúk í fluguveiði.
Hér er Karólína með litlu stöngina. Virkilega sjúk í fluguveiði. Ljósmynd/RVA

Rafn var ekki alveg sannfærður en svo stökk hann. Rafn sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefði sopið hveljur þegar hann sá dýrið. «Ég sagði við hana. Þetta er tveggja ára fiskur. Hún leit á mig og sagði ákveðin. Nei. Þetta er stórlax. Pabbi, þetta er stórlax.» og það reyndist svo sannarlega rétt hjá þeirri stuttu. Eftir 25 mínútna viðureignar þar sem þau feðgin skiptust á að glíma við fiskinn lönduðu þau saman 97 sentímetra laxi. „Pabbi. Þetta er stórlax.“ Já sagði stoltur faðir.

„Vesenið byrjaði hins vegar þegar við ætluðum að sleppa fiskinum. Ég var á strigaskónum og hún á litlum bleikum stígvélum og við vorum í vandræðum að koma honum í súrefnisríkt vatn. Það endaði með því að ég varð að fara úr sokkum og skóm til að komast út með hann. Þar slepptum við stórlaxinum og allir voru sáttir,“ sagði Rabbi brosandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert