Í gær veiddist sannkallaður stórlax úr Ölfusá, á svæði Stangveiðifèlags Selfoss og er þetta með stærstu löxum sumarsins á landinu.
Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins en sá stóri kom á land úr Víkinni svokõlluðu og reyndist vera 105 cm langur.
Veiddist fiskurinn á flugu og var sleppt aftur að viðureign lokinni. Fékk veiðimaðurinn aðstoð heimamanna við löndunina sem tóku einnig myndir af viðureigninni.
Þessu til viðbótar landaði veiðimaðurinn 66 og 70 cm löxum úr Víkinni og var þeim einnig sleppt. Fram kom að laxarnir hafi verið bjartir og því ekki búnir að vera lengi í ánni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |