Gæsaveiðin hafin

Legið fyrir gæs.
Legið fyrir gæs. Ljósmynd/Aðsend

Þann 20. ágúst ár hvert er fyrsti dagur gæsaveiðitímabilsins en heimilt er að veiða bæði grágæs og heiðagæs og standa báðir stofnar vel að mati fuglafræðinga.

Stend­ur tíma­bilið til 15. mars ár hvert. Fjöldi heiðagæsa marg­fald­ast hér á landi síðustu ára­tugi og talið er að stofninn telji yfir 500 þúsund fugla sem er fimmfalt stærri stofn en hjá grágæsinni.

Á vef Umhverfisstofnunnar segir að öllum íslenskum ríkisborgurum sem hafa aflað sér veiðikorts eru heimilar fuglaveiðar í almenningum utan landareigna lögbýla enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra. Landeigendum einum eru heimilar fuglaveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni.

Á sumum friðlýstum svæðum eru fuglaveiðar óheimilar. Veiðikorthöfum er gert skylt að skila inn veiðiskýrslu til veiðistjóra á hverju ári.

Veiðimenn er sérstaklega minntir á að óheimilt er að skjóta fugla í sárum og ófleyga fugla. Fuglaverndarfélag Íslands bendir á að í upphafi veiðitímabilsins má alltaf búast við að rekast á ófleyga unga, sérstaklega á svæðum þar sem varp hefur farið seint af stað.

Þá minnir félagið sérstaklega á að blesgæsin hefur verið alfriðuð síðan 2006 vegna þess að orðið hrun hefur verið í stofninum á Vestur Grænlandi. 

Þá mega veiðar á helsingja í Austur– og Vestur–Skaftafellssýslum ekki hefjast fyrr en 25. september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert