Alejandro Martello sem verið hefur mörg ár í Miðfjarðará tók virkilega magnaða veiðimynd í lok júlí. Á myndinni er erlendur veiðimaður búinn að setja í stóran hæng í Túnhyl í Vesturá í Miðfirði. Túnhylur er þekktur fyrir að geyma ótrúlegt magn af laxi á hverju ári og oft er hann í lögum, bæði fyrir neðan brúna og og ofan.
Þegar Alejandro tók myndina var hann uppi á brúnni sem liggur yfir Túnhyl. Veiðimaðurinn var að strippa smáflugu yfir hylinn og á myndinni eru átökin í fullum gangi. Þessi fiskur var ekki mældur því að hann lak af eftir nokkurn tíma.
Það sem gerir myndina enn magnaðri er allur fiskurinn sem er á fleygiferð neðst á myndinni og skipta þeir laxar tugum. Nú er enn fleiri laxar sestir að í hylnum, sem svo sannarlega er bunkaður af fiski.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |