„Þetta eru hálfgerðar hamfarir,“ segir Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, en hann hefur árum saman vaktað veiðiárnar á Vesturlandi, á því svæði sem hvað verst hefur farið út úr lélegum laxagöngum að viðbættum einstökum þurrkum í sumar.
„Ég hef aldrei séð svona ástand og hef þó verið lengi við. Sá fiskur sem hefur komist inn í árnar hér í Borgarfirði liggur á örfáum stöðum og svo hefur hitinn verið svo mikill að hann lítur illa við agni.“
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins spyr hvort laxagöngur á vestanverðu landinu séu ekki bara þrjátíu til fimmtíu prósent af meðaltali síðustu ára samþykkir Sigurður það.
„Ég hugsa að þetta sé innan við 50 prósent. Gegnum teljara í Skuggafossi í Langá hafa nú gengið um 1.200 laxar en hafa oft undanfarin ár verið yfir 2.200. Svo hefur veiðst illa það sem hefur gengið upp fyrir. Í Glanna í Norðurá eru ekki komnir nema 400 til 500 laxar upp fyrir en hafa gengið 1.500 til 2.000, og allt að 4.000. Þetta er mjög lítið. Við bætist að ár hafa sumar verið ófærar vegna þurrka.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |