Ágæt veiði hefur verið í Deildará á Sléttu það sem af er sumri og er heildarveiðin komin yfir veiðina síðastliðið sumar.
Að sögn Freys Guðmundssonar, leigutaka árinnar, eru tveir skoskir veiðimenn við veiðar í ánni þessa daganna og hafa þeir landað 20 löxum eftir rúmlega þriggja daga veiði.
Heildarveiðin í hádeginu stóð í 173 löxum og áin komin yfir veiði síðasta sumars þegar 163 laxar veiddust allt tímabilið. Veitt er á allt að þrjár stangir á dag fram til síðari hluta september.
Skotarnir veiddu meðal annars 95 cm lax í gærdag úr veiðistaðnum Holtunum sem er stærsti lax sumarsins úr ánni. Áætluðu Skotarnir að laxinn hafi verið um 9 kíló að þyngd. Fyrr í sumar höfðu veiðst tveir 92 cm laxar en gott hlutfall af stórlaxi mun vera í ánni.
Sagði Freyr að lokum að ágætur gangur hefði líka verið í Ormarsá sem þar er í næsta nágrenni og fyrir um viku voru komnir um 250 laxar þar í bók.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |