Mikil fjölbreytni í Eyjafjarðará

Sigurður Árni með bleikjuna úr Ármótum. Hann er ættaður frá …
Sigurður Árni með bleikjuna úr Ármótum. Hann er ættaður frá Torfufelli þannig að hann var sannarlega á heimavelli. Ljósmynd/Jón Svavar

Það er óhætt að segja að fjölbreytileikinn sé allsráðandi í Eyjafjarðará þessa dagana. Stolt hennar, sterkur sjóbleikjustofn, er mætt og er fólk að gera ágæta veiði þegar kemur að henni. Óvíða á landinu eru svo stórar sjóbleikjur eins og í Eyjafjarðará. Það kom berlega í ljós í gær þegar Sigurður Árni Jósefsson landaði fallegri 61 sentimetra bleikju í Ármótum á fimmta svæði. „Þarna fellur Torfufellsáin í Eyjafjarðará. Ég er einmitt frá Torfufelli sem gerði þetta að besta fisk sem ég hef landað,“ sagði Sigurður Árni í samtali við Sporðaköst. „Hún tók púpuna Lilju sem er svört vínilpúpa með bleiku skotti. Ég hnýti hana í dag alltaf með bleikum glimmerkraga og eins skotti.“

Efst á myndinni er nýgenginn hnúðlaxahængur. Rétt svo mótar fyrir …
Efst á myndinni er nýgenginn hnúðlaxahængur. Rétt svo mótar fyrir kryppunni. Í miðjunni er hnúðlaxahrygna og neðst er lax. Þetta veiddi ljósmyndarinn sama daginn. Ljósmynd/Snævarr Örn

Það hefur heldur betur verið boðið upp á fjölbreytta veiði í Eyjafjarðará síðustu daga. Þannig segir frá því á Facebook-síðu árinnar að Snævarr Örn Georgsson hafi um helgina veitt hnúðlaxapar og einn hefðbundinn lax. Hann var við veiðar á neðsta svæðinu. Þeir veiðast ekki margir laxarnir á hverju ári, en eins og gefur að skilja er það misjafnt milli ára. Nokkuð hefur borið á báðum tegundum í Eyjafjarðará í sumar. Veiðimenn eru hvattir til að hirða hnúðlaxinn og sleppa honum ekki.

Sjóbirtingurinn er einnig mættur og hefur verið að veiðast í vaxandi mæli. Það er því ávallt spennandi að fá töku í á sem býður upp á slíka fjölbreytni. Menn vita aldrei hvað er á hinum endanum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert