Snævarr Örn Georgsson veiddi hnúðlaxapar í Eyjafjarðará, eins og komið hefur fram á Sporðaköstum. Flestir veiðimenn drepa þessa fiska og vilja lítið af þeim vita eftir það. Snævarr hins vegar ákvað að gera að parinu og í gærkvöldi eldaði hann hrygnuna. Uppskriftin er einföld. Heilum hnúðlaxi pakkað inn í álpappír og hann settur á grillið í fimm mínútur hvorum megin. Meðlætið var líka hefðbundið. Tómatar, gúrkur og bara hefðbundið einfalt salat.
„Beinabygging var mjög svipuð og silungur eða lax og ef maður heilgrillar þetta svona þá rennur hann bara af beinunum. Þetta var bara mjög svipað og hefðbundinn íslenskur fiskur, lax eða silungur.“
Hvernig smakkaðist?
„Smakkaðist bara vel. Hins vegar þurfti maður að salta þetta meira en hefðbundinn íslenskan fisk. Hann var bragðlausari og maður þurfti meira salt til að ná fram bragðinu. Ég hef líka heyrt það frá félögum mínum sem hafa prófað að elda hann að það þarf meira salt. Við vorum fjögur sem borðuðum þessa hrygnu og allir voru ánægðir. Ég veiddi þennan dag bæði hæng og hrygnu og þau voru nýgengin og litu vel út. Við eigum eftir að borða hænginn og verður gaman að bera þetta saman.“
Eitt sem þau tóku eftir og var öðruvísi en með íslenskan fisk er að stirtlan var ólseig, bara eins og gúmmí, og þau borðuðu ekki þann hluta fisksins. „Ég hef aldrei lent í því með venjulegan lax eða silung þannig að ég veit ekki hvort það er tegundin eða bara þessi einstaklingur. Það kemur í ljós þegar ég borða hænginn.“
Snævarr segist hafa heyrt og lesið að þetta sé fínn matfiskur, veiddur í sjó eða nýgenginn. Hann birti færslu á facebook og þar mátti fljótlega sjá ummæli þar sem menn lýstu andúð sinni á þessum fiski. Hnúðlax er að nema land á Íslandi og kannski er bara eins gott að fara að skoða uppskriftir, því þessi fiskur verður án efa með það á bakinu að allir drepi hann.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |