Þriðji 104 cm laxinn á þremur árum

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með enn einn 104 sentímetra fiskinn úr …
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með enn einn 104 sentímetra fiskinn úr Laxá í Aðaldal. Hann veiddist á stórlaxasvæðinu í Nesi og veiðistaðurinn heitir Beygjan. Endurtekið efni. Ljósmynd/Aðsend

Lax sem mælist 104 sentímetrar er ekki algeng skepna, nema hjá Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni. Í morgun landaði hann 104 sentímetra hæng í Laxá í Nesi í veiðistað sem heitir Beygjan og flugan var Munroe's killer númer 10.

„Kærastan mín hringdi í mig og hélt að þetta væri myndin frá í fyrra,“ skellihlær Jóhann. En það er ekkert skrítið því 2018 veiddi hann fisk á sama veiðistað sem mældist 104 sentímetrar og tók fluguna Munroe's killer, reyndar númer fjórtán. Og til að toppa það hafði hann fengið árinu áður 104 sentímetra lax í Nesi en þá reyndar í veiðistaðnum Álftaskeri.

Þetta er fjórði fiskurinn sem Jóhann landar í þessum flokki í þremur veiðitúrum. Hann segir: „Maður fer hingað til að lenda í þessu.“

Ég átta mig á því. En það tekst ekki öllum.

„Þetta er þriðji fiskurinn í hollinu núna sem er yfir hundrað sentímetrar. Tveir veiðimenn voru að landa sínum fyrstu fiskum af þessari stærð.“

Jóhann greindi frá þessu á facebooksíðu sinni og klykkti út með þessum orðum:

„Einstök á með einstökum fiskum.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert