Vikulegar veiðitölur - lítið breyst

Laxi landað í Rauðhyl í Selá í sumar. Selá er …
Laxi landað í Rauðhyl í Selá í sumar. Selá er búin að gefa meiri veiði í sumar en allt sumarið í fyrra. Ljósmynd/IH

Selá í Vopnafirði er ein af örfáum ám á landinu sem eru komnar með meiri veiði í sumar en allt árið í fyrra. Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu norðausturhornið hefur verið sterkt í samanburði við aðra landshluta þegar horft er til laxveiði. Landssamband veiðifélaga birti vikulegar veiðitölur í morgun á vef sínum angling.is. Þar eru engar stórar fréttir á ferðinni. Haustið er komið og dregur nú í rólegheitum úr veiðinni þó að enn kunni að koma skot hér og þar.

Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum en hafði í morgun ekki skilað inn tölum fyrir síðustu viku. Selá er í öðru sæti með 1.391 lax og var vikuveiðin þar 91 fiskur. Lokatalan í Selá í fyrra var 1.340 laxar.

Í þriðja sæti er Ytri-Rangá og var heildarveiði þar í síðustu viku 180 laxar, en maðkaopnun kemur þar til að hluta. Ytri-Rangá er komin í 1.364 laxa. Miðfjarðará er í fjórða sæti og hefur listinn lítið breyst.

Athygli vekur að Laxá á Ásum er komin í 682 laxa en heildarveiðin í fyrra var 702. Þá er Hofsá í Vopnafirði komin í 620 laxa en endaði í fyrra með 697.

Svalbarðsá fellur í flokk með Selá og er komin yfir heildarveiði síðasta árs, en Svalbarðsá hefur verið lífleg í sumar. Sama má segja um Deildará og neðri hluta Skjálfandafljóts, en bæði veiðisvæðin eru komin yfir heildarveiði síðasta árs.

Árnar á suðvesturlandi hafa tekið nokkurn kipp eftir að fór að rigna en það er of lítið og of seint. Ljóst er að veiði ársins 2019 í mörgum þessara áa verður viðmiðið í framtíðinni fyrir lélegasta sumar frá því að skráningar hófust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka