Anísgæs og BBQ-chiligæs frá Silla

Það er uppskerutími. Gæs, sjóbirtingur, hreindýr, svartfugl og stutt í rjúpu. Þessa ljúffengu villibráð er hægt að matreiða og meðhöndla með svo margvíslegum hætti að uppskriftirnar eru óteljandi. Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann kallar sig, mætti í Veiðihornið í Síðumúla og kynnti nýjungar í meðhöndlun á gæs.

Silli skýtur mikið magn af gæs á hverju hausti og vinnur úr henni allt milli himins og jarðar. Þannig er gæsakæfan hans rómuð og sama má segja um anísgæsina.

Hann hefur gert tilraunir með gæsapylsur og -hamborgara.

Það þótti mörgum sem heimsóttu verslunina skemmtilegt að fá að smakka framandi rétti og við hæfi í skotveiðideildinni að geta smakkað lokaafurð. En sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert