Síðasta áratug hafa verið óvenju miklar sveiflur í laxveiðinni. Hörmungarárin 2012 og 2014 eru mörgum í fersku minni. Þá fellur sumarið 2019 í þennan sama flokk, víðast hvar á landinu. Eins og áður hefur komið fram er norðausturhornið þar undanskilið. Það er fróðlegt að skoða hvað gerðist eftir hörmungasumrin 2012 og 2014. Í bæði skiptin fylgdu frábær veiðisumur í kjölfarið.
Heildarlaxveiði á Íslandi árið 2012 var einungis 34.786 laxar. Sumarið á eftir fór heildartalan upp um 98% og var veiðin það ár 69.000 laxar.
Ef litið er á nokkrar veiðiár og borin saman veiðin 2012 og 2013 kemur áhugaverð staða í ljós eins og sjá má að neðan. Svipuð staða er einnig uppi þegar veiðin 2014 er borin saman við veiðina 2015. Í mörgum ám varð gríðarleg aukning milli þessara ára og með nokkuð svipuðum hætti og breytingin milli 2012 og 2013. Þannig veiddust 1.694 laxar í Miðfjarðará 2014 en árið á eftir fór heildartalan í 6.028 laxa.
Nú skal ekki fullyrt að 2020 verði í takt við 2013 og 2015, en forvitnilegt verður að heyra hvað fiskifræðingar segja um útgöngu seiða og ástand þeirra á næstu vikum.
Vatnasvæði Veiði 2012 Veiði 2013 Breyting í %
Laxá í Dölum 369 710 92%
Miðfjarðará 1.610 3.667 128%
Þverá/Kjarrá 738 3.373 357%
Blanda 832 2.611 214%
Laxá á Ásum 211 1.062 403%
Haffjarðará 1.146 2.158 88%
Norðurá 953 3.351 252%
Grímsá 481 1.645 242%
Langá 1.098 2.815 156%
Víðidalsá 325 909 180%
Vatnsdalsá 327 1.116 241%
Hrútafjarðará 177 702 297%
Selá í Vopnaf. 1.507 1.664 10%
Hofsá 1.008 1.160 15%
Svalbarðsá 274 306 12%
Hafralónsá 166 354 113%
Laxá í Aðaldal 428 1.009 136%
Laxá í Kjós 533 1.281 140%
Hítará 529 1.145 116%
Laxá í Leir. 474 1.006 112%
Straumfjarðará 238 785 230%
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |