Sage X-stöng fyrir bestu veiðimyndina

Sage X stöng að verðmæti tæplega 130 þúsund krónur er …
Sage X stöng að verðmæti tæplega 130 þúsund krónur er í verðlaun fyrir bestu veiðimynd ársins. Skilafrestur er til 10. október. Veiðihornið í Síðumúla leggur til vinninginn. Ljósmynd/Veiðihornið

Sporðaköst og Veiðihornið í Síðumúla efna til ljósmyndasamkeppni um bestu veiðimynd ársins 2019. Öllum er heimillt að senda inn myndir og það eins margar og hver og einn vill. Myndirnar þurfa að tengjast veiði með einum eða öðrum hætti.

Skilafrestur er til 10. október og eftir það mun dómnefnd taka sér nokkurra daga umhugsunarfrest.

Verðlaunin eru einkar glæsileg: Sage X-einhenda. Verðmæti vinningsins er 129.900 krónur og er það Veiðihornið sem leggur hann til.

Allar myndir sem sendar eru þurfa að tilgreina veiðimann, veiðistað og aðrar þær aðstæður sem kunna að skipta máli. Allar innsendar myndir geta verið til birtingar á mbl.is en þar verður valið reglulega úr þeim. Veiðihornið áskilur sér einnig rétt til að birta myndirnar í tímariti Veiðihornsins næsta vor, „Veiði 2020“, eða í auglýsingum fyrir fyrirtækið.

Myndaraðir sem segja skemmtilega sögu eru einnig spennandi kostur en þá þarf að greina frá atburðum.

Myndir má senda inn á netfangið: eggertskula@mbl.is

Eins og fyrr segir er skilafrestur til 10. október og þá er bara um að gera að fara að kíkja á símann og velja úr skemmtilegar eða flottar myndir. Jafnvel hvort tveggja.

Sage X-stöngin sem er í verðlaun er ein af nýjustu afurðum Sage-stangaframleiðandans. Stöngin býr í senn yfir miklu afli og mýkt. Hún er kjörin til nákvæmra kasta og gerir hvern veiðimann að betri kastara. Svo vinnur hún vel í fiski.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka