Leikarinn landaði fyrsta flugulaxinum

Kátur á góðri stund. Þorsteinn Bachmann með fyrsta flugulaxinn. Gleðin …
Kátur á góðri stund. Þorsteinn Bachmann með fyrsta flugulaxinn. Gleðin er við völd. Ljósmynd/MÞH

„Leikarahollið“ í Mýrarkvísl landaði átta löxum og missti annað eins. Þorsteinn Bachmann landaði sínum fyrsta flugulaxi og var í skýjunum. Halldór Gylfason og Hilmir Snær Guðnason voru einnig í hollinu og nutu sín vel. „Þetta voru ekki allt leikarar,“ segir Matthías Þór Hákonarson leigutaki. En þetta var gaman og menn nutu sín vel.

Halldór Gylfason hampar fallegum fiski. Okkar maður er yfir sig …
Halldór Gylfason hampar fallegum fiski. Okkar maður er yfir sig ánægður. Ljósmynd/MÞH

Þeir félagar Þorsteinn, Hilmir og Halldór voru við tökur á kvikmyndinni Síðustu veiðiferðinni í Mýrarkvísl í sumar og langaði að koma aftur og veiða ána. Það gekk mjög vel og sérstaklega var Þorsteinn Bachmann ánægður enda landaði hann sínum fyrsta flugulaxi á ævinni. Sporðaköst náðu örstutt í Þorstein sem var að fara á milli staða. „Ég elska Mýrarkvísl.“ Svo var hann rokinn. 

Sumarið hefur verið ævintýralegt í Mýrarkvísl miðað við síðasta sumar. „Í fyrra vorum við með rúmlega sjötíu laxa í bók en í dag eru þeir orðnir 127. Ég er að vonast til að við tvöföldum veiði síðasta árs og förum í 140 til 150 laxa. Það er svo sem ekkert stórkostleg veiði, en að ná því á þessu erfiða sumri er magnað, finnst mér,“ sagði Matti í samtali við Sporðaköst í kvöld.

Hann segir að sér hafi komið á óvart hversu mikið sé af tveggja ára fiski í Mýrarkvísl. Þannig hefur tveimur fiskum yfir hundrað sentímetra verið landað í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert