Fékk þríkrók í andlitið - myndskeið

Þeir félagar Ívar Bragason, leiðsögumaður við Hofsá, og Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri IKEA á Íslandi, voru við veiðar í Hofsá síðustu daga. Nokkurt rok var og fékk Ívar þríkrók á kaf í andlitið. „Ég settist niður og var að kveikja mér í vindli þegar ég fékk allt í einu þetta bylmingshögg í andlitið. Tóti fann á sama tíma að framkastið skilaði sér ekki og flugan var föst. Sem betur fer leit hann við áður en hann reyndi að losa fluguna," sagði Ívar Bragason í samtali við Sporðaköst í dag, á heimleið úr Hofsá.

Eins og sést á myndbandinu sem fylgir fréttinni var það upphafsmaður óhappsins sem fagmannlega kippti þríkrækjunni úr andlitinu á Ívari.

„Hann bar sig vel kallinn og brosti bara þegar ég kippti henni úr. En ég hef gert þetta áður,“ sagði Þórarinn.

Þeir félagar veiddu vel og lönduðu níu löxum á tveimur dögum þrátt fyrir mjög kalt veður og næturfrost. 

Sporðaköstum lék forvitni á að vita hvort Þórarinn væri farinn að huga að nýrri vinnu, eftir að hann hætti hjá IKEA. „Það er komið haust og nú fer maður að kíkja í kringum sig.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka