„Minnti á gamla tíma í Ásunum“

Sturla Birgisson með einn af síðustu löxum sumarsins úr Langhyl. …
Sturla Birgisson með einn af síðustu löxum sumarsins úr Langhyl. Hrygna 84 sentímetrar. Hann segir sumarið hafa endað með hvelli. Ljósmynd/Aðsend

Veiði lauk í Laxá á Ásum á hádegi í dag. Það er óhætt að segja að veiðinni hafi lokið með stæl. Miklir vatnavextir eru nyrðra eins og víða á landinu og var Laxá orðin nánast óveiðanleg fyrir neðan veiðistaðinn Tuma.

Veiðimenn sem voru að veiða voru að hugsa um að skella sér í bæinn í gær en Sturla staðarhaldari hvatti þá til að taka morgunvaktina. Hann sagði við þá: „Þið farið upp í Langhyl og hann er allur við bílastæðið.“ Þeir létu til leiðast og lentu í bingói eins og þegar Ásarnir voru upp á sitt besta á árum áður. „Þeir lönduðu þrjátíu löxum og höfðu ekki tölu á hversu marga þeir misstu eða settu í og fengu tog. Þetta var allt í Langhyl og einmitt við bílastæðið. Það var ótrúlegt magn af fiski á brotinu,“ sagði Sturla Birgisson í samtali við Sporðaköst keyrandi suður að lokinni sumarvertíðinni 2019.

Ingi Fróði og Þórir við Langhyl. Þeir lönduðu þrjátíu löxum …
Ingi Fróði og Þórir við Langhyl. Þeir lönduðu þrjátíu löxum í morgun úr Langhyl. Ljósmynd/SB

Stulli var sjálfur að veiða í morgun og fékk hann átta og þriðja stöngin landaði sex. „Síðustu fjórir daga hafa verið ótrúlega flottir og búið að landa yfir sextíu löxum á þeim tíma. Þetta minnti á gamla tíma í Ásunum.“

Með þessu er ljóst að Ásarnir fara yfir átta hundruð fiska og fátt sem mun breyta því að hún verði sjötta aflahæsta áin á landinu þetta sumarið og líkast til með mestu veiði per stöng. En þeir útreikningar bíða betri tíma.

Laxá var bólgin eftir miklar rigningar.
Laxá var bólgin eftir miklar rigningar. Ljósmynd/SB

Tveir laxar veiddust í Ásunum í sumar sem voru yfir hundrað sentímetrar. Annar í Svartabakka efri og var það um miðjan ágúst. Hinn veiddist í þessum mánuði í Langhyl.

„Já, nú er búið að loka og ég á suðurleið,“ sagði Stulli að lokum og langri törn fyrir norðan lokið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert