Nils Folmer Jörgensen, dansk íslenski laxahvíslarinn landaði sínum öðrum Víðidalsárlaxi í sumar sem er yfir hundrað sentímetrar að lengd. Að þessu sinni í Silungabakka sem er veiðistaður á neðsta svæði árinnar og þekktur stórlaxastaður. Nils fékk fiskinn fyrr í vikunni og tók hann Autumn Hooker hálftommu túbu.
Að söng Nils var fiskurinn þykkur og flottur og tók algerlega neðst í hylnum. „Mér sýnist vera mikið af fiski í Silungabakka, meira en menn halda. Það eru búin að vera sérlega erfið skilyrði í túrnum okkar. Mikið vatn og virkilega kalt,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst.
Hann fékk fyrr í sumar fisk sem var rétt yfir hundrað sentímetrar í Kolugljúfrum í Víðidal. „Það er svolítið af virkilega stórum fiskum í Víðidal og jafnvel töluvert stærri en þessi. Ég náði ekki að setja í þá, en þeir eru þarna og það er gaman að sjá það,“ bætti Nils við. Þriðja „hundraðkallinum“ landaði hann í Nesi fyrr í sumar.
Þetta er áttundi „hundraðkallinn“ úr Víðidalsá í sumar og vekur það sérsaka eftirtekt, þar sem sumarið hefur verið rólegt hvað varðar veiði í ánni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |