Nils landaði þremur risum í sumar

Nils Folmer með hænginn úr Silungabakka í Víðidalsá. Þessir hausthængar …
Nils Folmer með hænginn úr Silungabakka í Víðidalsá. Þessir hausthængar eru tignarlegar skepnur. Ljósmynd/Aðsend

Nils Folmer Jörgensen, dansk íslenski laxahvíslarinn landaði sínum öðrum Víðidalsárlaxi í sumar sem er yfir hundrað sentímetrar að lengd. Að þessu sinni í Silungabakka sem er veiðistaður á neðsta svæði árinnar og þekktur stórlaxastaður. Nils fékk fiskinn fyrr í vikunni og tók hann Autumn Hooker hálftommu túbu.

Að söng Nils var fiskurinn þykkur og flottur og tók algerlega neðst í hylnum. „Mér sýnist vera mikið af fiski í Silungabakka, meira en menn halda. Það eru búin að vera sérlega erfið skilyrði í túrnum okkar. Mikið vatn og virkilega kalt,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst.

Hér má sjá veiðistaðinn Dalsárós. Kaffibrún Dalsáin vellur fram og …
Hér má sjá veiðistaðinn Dalsárós. Kaffibrún Dalsáin vellur fram og litar allt fyrir neðan. Víðidalsá fór í fimmtíu rúmmetra rennsli í dag en hefur í sumar verið á bilinu 2 til 3 rúmmetrar á sekúndu. Ljósmynd/NFJ

Hann fékk fyrr í sumar fisk sem var rétt yfir hundrað sentímetrar í Kolugljúfrum í Víðidal. „Það er svolítið af virkilega stórum fiskum í Víðidal og jafnvel töluvert stærri en þessi. Ég náði ekki að setja í þá, en þeir eru þarna og það er gaman að sjá það,“ bætti Nils við. Þriðja „hundraðkallinum“ landaði hann í Nesi fyrr í sumar.

Þetta er áttundi „hundraðkallinn“ úr Víðidalsá í sumar og vekur það sérsaka eftirtekt, þar sem sumarið hefur verið rólegt hvað varðar veiði í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert