Starir semja um Blöndu og Svartá í 5 ár

Þórarinn Sigþórsson tannlæknir dregur spegilgljáandi lax úr Blöndu sumarið 2017.
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir dregur spegilgljáandi lax úr Blöndu sumarið 2017. Einar Falur Ingólfsson

Félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár samþykkti í gær samning við hlutafélagið Starir ehf. Samningurinn gildir til fimm ára og felur í sér mikla breytingar á veiðifyrirkomulagi, sérstaklega í Blöndu. 

Nú verður einungis leyft að veiða á flugu í Blöndu og kvóti fiska sem má drepa á dag verður minnkaður mjög mikið.

Ingólfur Ásgeirsson hjá Störum ehf. sagði í samtali við Sporðaköst í morgun að hann væri mjög spenntur fyrir þessu verkefni. „Við erum búnir að undirbúa þetta vandlega og höfum væntingar um að við getum snúið þessu við. Það er hins vegar ljóst að það getur tekið nokkur ár að rífa þetta upp á nýjan leik,“ sagði Ingólfur.

Forsaga þessa máls er að Lax-á ehf. sagði óvænt upp samningi sínum við Veiðifélagið, í ágúst. Eitt ár var eftir af samningnum og þurftu bændur því að hafa snör handtök til að tryggja nýjan samstarfsaðila.

Ingólfur Ásgeirsson segir að þegar sé hafin sala á veiðileyfum og gangi hún vel.

Þær breytingar sem boðaðar hafa verið felast meðal annars í því að svæði eitt, tvö og þrjú verða seld saman yfir mitt sumarið að hluta, en neðsta svæðið sér fyrsta mánuðinn. Stöngum verður fækkað og stefnt er á lækkun á verði veiðileyfa, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar.

Starir ehf. eru umsvifamikið félag á veiðileyfamarkaði og leigja meðal annars Þverá/Kjarrá og Víðidalsá svo einhverjar séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka