Erfitt að velja bestu veiðimyndina

Veitt í svarta myrkri. Jakob Sindir er hér með urriða …
Veitt í svarta myrkri. Jakob Sindir er hér með urriða sem eftirlíkingu af mús. Segist hafa veitt mikið af urriða á slíka flugu í sumar. Ljósmynd/Arnar Sveinbjörnsson

Myndir frá veiðifólki, frá liðnu sumri streyma inn og ljóst að dómnefndar bíður erfitt hlutverk. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir sem hafa borist í samkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins um bestu veiðimyndina 2019. Verðlaunin eru ekki af verri endanum eða Sage X stöng frá Veiðihorninu að verðmæti 129.900 kr. Skilafrestur er til 10. október, þannig að nægur tími er til stefnu. Sendið myndir á netfangið eggertskula@mbl.is.

Fyrsta myndin sem við birtum hér er mynd sem Jakob Sindri Þórsson sendi inn. Myndasmiður er Arnar Sveinbjörnsson. Jakob Sindri lét þessa orðsendingu fylgja með.

„Hef verið að veiða á mýs á nóttinni á Þingvöllum. Fékk þennan fína urriða í svartamyrkri í september sem mældist 68 cm. Myndina tel ég merkilega fyrir þær sakir að ég þekki ekki til þess að margir veiði á mýs á Íslandi. Ég veit að þó nokkrar mýs leynast í fluguboxum veiðimanna og eru aldrei bleyttar. Kannski hreyfir myndin við veiðimönnum að prófa slíkar flugur meira.“
Skemmtileg mynd sem sýnir langþráðan lax koma á land í …
Skemmtileg mynd sem sýnir langþráðan lax koma á land í vatnsleysinu í Kjarrá í sumar. Ljósmynd/Eric Koberling

Inga Lind Karlsdóttir sendi inn mjög skemmtilega mynd af dóttur sinni að slást við lax í Kjarrá, á veiðistaðnum Hellgate. Eins og myndin ber með sér er sú stutta afar ákveðin. Inga Lind sendi þennan texta með.

„Hér liggur Jóhanna Hildur, 11 ára dóttir mín, á bökkum Kjarrár í sumar, dottin í grjótið eftir baráttu við langþráðan lax í vatnslítilli ánni, en alls ekki af baki dottin! Hún sleppir ekki takinu, stöngin uppi og allt í gangi - og laxinn samt kominn á land. Jóhanna er mjög ákveðinn veiðimaður sem gefst aldrei upp.“

Ungur og upprennandi. Ellefu ára með fallega sjóbleikju úr Fjarðará. …
Ungur og upprennandi. Ellefu ára með fallega sjóbleikju úr Fjarðará. Þetta er hann Sveinn Jónsson. Ljósmynd/Jón Egill Sveinsson

Þá er það mynd af ungum og efnilegum veiðimanni með sinn stærsta fisk, til þessa. Inn sendi myndina Jón Egill Sveinsson og texta með.

Hér eru mynd af efnilegum 11 ára veiðimanni, Sveini Jónssyni með sjóbleikju sem hann fékk í lok júlí í Fjarðará.  Hann kastaði lítilli púpu andstreymis með tökuvara og hann var á í öðru kasti.  Stöngin 9 feta Sage X 5. Bleikjan var 68 cm og stærsti fiskur sem gutti hefur sett í og landað - enda kátur að sjá.“ 

Hér er tekist á við stóran urriða í Helluvatni í …
Hér er tekist á við stóran urriða í Helluvatni í sumar. Augnablikið fangað. Ljósmynd/Eiður Kristjánsson

 

Þessi er frá Helluvatni og fangar augnablikið þegar fallegur urriði hreinsar sig. Eiður Kristjánsson sendi þessa mynd. „Myndin er tekin í Helluvatni í vor. Þetta reyndist vera 57 cm urriði sem tók fluguna Burton.“

Stóra-Laxá, svæði fjögur. Þar er stórbrotin náttúrufegurð og ekki spillir …
Stóra-Laxá, svæði fjögur. Þar er stórbrotin náttúrufegurð og ekki spillir fyrir að setja í lax. Ljósmynd/Bergur Árni

 

Síðasta myndin sem við birtum í dag er frá fallegum veiðistað í Stóru-Laxá. Bergur Árni sendi myndina og útskýringu.

Myndin er tekin í Stóru-Laxá á svæði fjögur. Þetta er veiðistaðurinn Neðri nálarhylur og  veiðimaður er Nökkvi Svavarsson að glíma við 79 cm hrygnu sem náðist á land.“ 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert