Fallegar stemmur frá sumrinu

Bríkarhylur í Vatnsdalsá. Höfundur kallar þessa mynd, Fjölskylda á leið …
Bríkarhylur í Vatnsdalsá. Höfundur kallar þessa mynd, Fjölskylda á leið í veiði. Ljósmynd/Geir Jón Geirsson

Veiðimyndir eru ekki bara af fólki að halda á fiski. Myndefnin í náttúrunni eru svo óendalega fjölbreytt og þessar myndir sem við birtum í dag úr samkeppninni um bestu veiðimynd ársins bera allar þess merki.

Fyrsta myndin er úr Vatnsdalsá, nánar tiltekið úr Bríkarhyl. Myndasmiður er Geir Jón Geirsson  og kallar hann myndina Fjölskylda á leið í veiðiferð.

Fallegt júníkvöld á Arnarvatnsheiði.
Fallegt júníkvöld á Arnarvatnsheiði. Ljósmynd/Benedikt Þorgeirsson

Því næst er það mynd sem tekin var í lok júní, á Arnarvatnsheiði, þeirri miklu silungsveiðiparadís. Hér er náttstaður við Hlíðarvatn. Höfundur er Benedikt Þorgeirsson.

Heiðarvatn við Vík í Mýrdal er eitt gjöfulasta veiðivatn á …
Heiðarvatn við Vík í Mýrdal er eitt gjöfulasta veiðivatn á landinu. Ljósmynd/Halldór Páll Kjartansson

Eitt gjöfulasta veiðivatn landsins, Heiðarvatn við Vík í Mýrdal er viðfangsefni Halldórs Páls Kjartanssonar sem sendi okkur þessa mynd. Heiðarvatn fóstrar flestar tegundir laxfiska sem halda til í íslenskum vatnakerfum. Bleikjan er oft hnausþykk og þar má setja í bæði staðbundinn urriða og sjóbirting. Svo þegar líður fram á sumar er líka laxavon í vatninu. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni og sameinast Kerlingardalsá á leið sinni til sjávar.

Flóðið í Grenlæk á fallegri kvöldstund í byrjun september.
Flóðið í Grenlæk á fallegri kvöldstund í byrjun september. Ljósmynd/Snorri Jónsson

Þá færum við okkur ofurlítið austar. Þessa mynd tók Snorri Jónsson. Hún er tekin í Grenlæk, nánar tiltekið í Flóðinu. Þetta er neðst í Flóðinu og nefnist staðurinn Trektin. Myndin var tekin í fallegri kvöldstillu 6. september. Veiðimennirnir á myndinni eru Guðmundur Ragnar Snorrason og Þorleifur Kristinn Sigurþórsson.

Vatnsdalsá og regnboginn tekur undir með veiðimanninum Gunnþóri Guðjónssyni.
Vatnsdalsá og regnboginn tekur undir með veiðimanninum Gunnþóri Guðjónssyni. Ljósmynd/Geir Jón Geirsson

Loks er það önnur mynd frá Geir Jóni Geirssyni úr Vatnsdalsá. Þarna er Gunnþór Guðjónsson, veiðifélagi Geirs, með fisk á í veiðistaðnum Glaumi. Náttúran og hennar undur taka fullan þátt í þessari viðureign.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert