Einar: „Kemur í ljós hvort ég nýt trausts“

Einar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri-Rangár, segir félagið standa sterkum fótum …
Einar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri-Rangár, segir félagið standa sterkum fótum þrátt fyrir lausafjárvanda. Hann segir að það verði bara að koma í ljós hvort hann njóti trausts. Ljósmynd/Aðsend

Einar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri-Rangár, segir að staða félagsins sé fjárhagslega sterk en hann telur þá gagnrýni, sem komið hefur fram vegna þess að ársreikningum hafi ekki verið skilað og ekki boðað til aðalfunda, vera réttmæta.

Einar sagði í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi að fundurinn í fyrrakvöld að Hvoli á Hvolsvelli hefði ekki komið sér á óvart. Þar nýttu nokkrir landeigendur sér rétt til að boða til aðalfundar þar sem ekki var búið að boða til aðalfundar veiðifélagsins fyrir 1. september eins og kveðið er á um í lögum um lax- og silungsveiði.

„Það var búið að gagnrýna að ekki hafi verið haldnir aðalfundir og einnig lá fyrir óánægja með hversu hægt gengi að ljúka gerð ársreikninga. Enda var búið að vinna í þessu af krafti allt þetta ár.“

En hvað finnst þér um þá gagnrýni að ekki hafi verið birtir ársreikningar og ekki boðað til aðalfunda um nokkurt skeið?

„Það er bara alveg réttmæt gagnrýni og það var búið að taka mark á henni og ekkert annað stóð til en að klára þetta og það er á lokametrunum.“

Treystir þú þér til að halda áfram sem framkvæmdastjóri, eftir að hafa fallið í formannskosningu?

„Þetta hefði orðið rússnesk kosning. Þannig að ég bauð mig bara fram þannig að það yrði ekki útkoman. Ég var ekkert búinn að undirbúa framboð og neita því alfarið að ég hafi eitthvað fallið. Ég fékk þarna góðan stuðning án nokkurs undirbúnings. Ég stofnaði veiðifélagið á sínum tíma og var fyrsti formaður þess og hef starfað hjá því í öll þessi ár.“

Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli, bauð sig fram til formennsku á aðalfundinum og eina mótframboðið kom frá framkvæmdastjóranum, Einari Lúðvíkssyni. Birkir hlaut átján atkvæði, Einar átta og eitt var autt. Í kjölfarið var allri stjórn og varastjórn skipt út af fundarmönnum og má því með sanni segja að hallarbylting hafi átt sér stað.

En hver er fjárhagsstaða félagsins núna?

„Okkur vantar lausafé, en það er verið að leysa það núna. Staðan er óhemjusterk. Eignir félagsins eru um fjögur hundruð milljónir og skuldir um hundrað milljónir. Þannig að eiginfjárstaða félagsins er 75% sem er geysigott miðað við önnur íslensk fyrirtæki. Félagið er að velta 160 milljónum króna á þessu ári og þetta er langöflugasta veiðifélag landsins og áin er sú besta. Hún er með tvöfalt meiri veiði en sú sem kemur í öðru sæti. Þessi veiði mun bara aukast. Við erum rétt að byrja.“

Nýtur þú trausts hjá nýjum aðilum sem eru komnir með stjórnartaumana?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég hef unnið með sumum af þessum einstaklingum alveg frá stofnun félagins. Aðrir eru nýir og þetta bara kemur í ljós.“

Hver eru næstu skref hjá veiðifélaginu, Einar?

„Samningur Lax-ár ehf. rennur út 2021 og það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og við erum að skoða stefnu í útleigumálum félagsins. Það er verið að skoða það akkúrat núna.“

Þú vildir ekki tjá þig í gær. Af hverju skiptir þú um skoðun?

„Ég var bara að keyra þegar þú hringdir og gat ekki gefið mér tíma til þess.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka