Heildartala veiddra laxa í laxveiðiá segir ekki alla söguna um hvar mesta veiðivonin var í sumar. Þegar dæmið er reiknað niður á lax per stöng á dag skýrist myndin. Rangárnar eru ekki teknar hér inn, enda ekki komnar lokatölur. Samkvæmt þessum útreikningum Sporðakasta, sem byggja á tölum frá Landssambandi Veiðifélaga, þá var Selá sú á sem gaf bestu veiðina. Veiðimenn í Selá gátu búist við að fá 2,75 laxa á dag. Laxá á Ásum er ekki langt undan en þar var veiðin að meðaltali 2,24 laxar á dag.
Urriðafoss í Þjórsá var í efsta sæti í fyrra, en þar á bæ var erfitt ár sökum skilyrða í Þjórsá. Listinn er þannig uppbyggður að heildarveiði er skipt niður á stangafjölda í hverri á og svo deilt með 90. Þá fáum við út veiði á dagstöng. Til samanburðar er síðasti dálkurinn fyrir sumarið í fyrra þannig að auðvelt er að sjá breytingu milli ára.
Árnar á Vesturlandi koma illa út eins og áður hefur verið rakið og það er í raun bara árnar á Norð-Austurlandi sem eru betri en í fyrra.
Ljóst má vera að sumarið 2019 er eitt það lakasta í laxveiði eins langt aftur og elstu menn muna. Það breytir því þó ekki að víða lentu menn í ævintýrum.
Selá í Vopnafirði 1.484 6 247 2,75 2,48
Laxá á Ásum 807 4 202 2,24 1,95
Urriðafoss 747 4 187 2,07 3,66
Miðfjarðará 1.606 10 161 1,79 3,02
Elliðaár 537 4 134 1,49 2,66
Svalbarðsá 476 4 119 1,32 1,02
Laxá í Dölum 695 6 116 1,29 1,99
Haffjarðará 651 6 109 1,21 2,86
Hofsá í Vopnaf. 711 7 102 1,13 0,86
Hafralónsá 377 4 94 1,05 0,56
Grímsá 687 8 86 0,95 1,44
Þverá/Kjarrá 1.133 14 81 0,90 1,95
Vatnsdalsá 477 6 80 0,88 0,92
Blanda 638 10 64 0,71 0,96
Laxá í Leirársveit 348 6 58 0,64 1,24
Langá 659 12 55 0,61 1,51
Víðidalsá 430 8 54 0,60 0,78
Haukadalsá 215 5 43 0,47 1,34
Mýrarkvísl 167 4 42 0,46 0,23
Laxá í Kjós 328 8 41 0,45 1,37
Norðurá 577 15 38 0,42 1,25
Hítará 203 6 34 0,37 1,07
Laxá í Aðaldal 501 17 29 0,33 0,39
Rétt er að taka fram að þessi listi byggir alfarið á tölum frá Landssambandi Veiðifélaga. Ekki er tekið tillit til þeirrar staðreyndar að í nokkrum ám er fjöldi stanga breytilegur yfir sumarið. Þannig byrja Miðfjarðará, Laxá í Dölum og Selá svo einhverjar séu nefndar með færri stangir í upphafi veiðitímans. Stöngum fjölgar svo þegar líður á.
Enn hafa ekki borist lokatölur frá öllum veiðisvæðum en listinn verður uppfærður þegar þær berast. Einnig á eftir að setja inn fleiri ár og listinn mun því lengjast áður en yfir lýkur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |