Veiðifélagið Fish Partner sem meðal annars er með Köldukvísl, Tungnaá og Villingavatn á leigu hefur hert veiðireglur á þessum svæðum. Næsta sumar er veiðimönnum skylt að nota agnhaldslausar flugur við veiðar og einnig er skylda að vera með háf. Þeir mæla með gúmmíháfum eða hnútalausum háfum.
Í tilkynningu á facebook síðu félagsins segir um þessa ákvörðun að hún sé tekin til að „hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fisksins.“
Kristján Páll Rafnsson er einn eigenda Fish Partner. Hvaða viðbrögð hafið þið fengið?
„Viðbrögðin eru misjöfn og sumir eru mjög sáttir öðrum finnst þetta undarlegt. Þessar reglur um agnhaldslausar flugur eru mjög víða í Evrópu þar sem um er að ræða fluguveiðivötn og svæði þar sem fiski er sleppt. Ég hef sjálfur eingöngu veitt með agnhaldslausum flugum uppi á hálendi síðustu þrjú ár og ég er alveg að halda fiskum,“ sagði Kristján Páll Rafnsson í samtali við Sporðaköst.
Hann segir að þar sem endurveiði sé mjög mikil, eins og í Ósnum í Köldukvísl þá sjái þeir skaddaða fiska og það megi rekja til þess að agnhaldið sé jú hönnun til að halda fiskinum betur en að sama skapi verður áverkinn meiri. „Við höfum ekki spáð í fleiri svæði á okkar vegum með reglur af þessu tagi, en við teljum þetta nauðsynlegt á þeim svæðum sem við breytum reglunum núna á.“
Hér að neðan má sjá facebook tilkynninguna sem Fish Partner birti.
Nýjar veiðireglur í Köldukvísl, Tungnaá og Villingavatni árið 2020:
Agnhaldslausar flugur eru núna skylda á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |