Haugurinn stingur sér í bókaflóðið

Þetta er bók þar sem hinn reyndi leiðsögumaður og fluguhnýtari …
Þetta er bók þar sem hinn reyndi leiðsögumaður og fluguhnýtari Sigurður Héðinn miðlar af reynslu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, gefur út sína fyrstu veiðibók fyrir þessi jól. Það er útgáfufélagið Drápa sem gefur út bókina og kemur hún á markað í nóvember. Nafn bókarinnar lýsir innihaldi hennar ágætlega. Af flugum, löxum og mönnum heitir hún og í tilviki Haugsins er þetta að öllum líkindum rétt röð. Hann vinnur við að hnýta flugur fyrir laxa sem veiðimenn sækjast eftir.

En hvað segir skáldið. Hvernig kom þetta til?

„Ég fékk símtal milli jóla og nýárs frá manni sem ég þekkti ekki neitt. Hann spurði af hverju ég væri hættur að blogga. Hann sagðist vera búinn að læra svo mikið af því sem ég væri að skrifa. Þetta kveikti eiginlega hugmyndina svo hitti ég þennan mann í vor í fyrsta skipti. Hann heitir Hermann Karlsson og býr í Keflavík.“

Hvernig er tilfinningin, nú þegar verkið er farið úr þínum höndum?

„Ég skal vera alveg heiðarlegur og ég er bara bara í algeru tómarúmi. Nú bara bíður maður stóra dóms. En ég ætla að halda áfram og það er búið að leggja drög að næstu bók. En það sem maður tekur ákvörðun um í dag getur breyst á morgun.“ Haugurinn hlær.

Höfundurinn, Sigurður Héðinn eða Haugurinn, í fullum skrúða.
Höfundurinn, Sigurður Héðinn eða Haugurinn, í fullum skrúða. Ljósmynd/Aðsend

Í bókinni miðlar Sigurður Héðinn sinni reynslu. Hann hefur verið leiðsögumaður víða í þrjá áratugi. Hann fer yfir hinar ólíku veiðiaðferðir sem hægt er að beita, hvernig skuli lesa vatnið, sjónsvið laxfiska, veiðibúnaðinn og ótalmargt fleira. Þá eru í bókinni uppskriftir að fjölda flugna og að sjálfsögðu fá ótal veiðisögur að fylgja með. 

Í tilkynningu frá Drápu sem gefur út bókina segir enn fremur: 

„Bókina skreyta stórglæsilegar myndir af flugum sem Kristinn Magnússon tók og einstaklega fallegar og skýrar teikningar sem Sól Hilmarsdóttir teiknar. Arndís Lilja Guðmundsdóttir færði texta og myndir í gullfallegan búning.“

Óhætt er að taka undir að bókin er falleg og vel hönnuð. En Haugurinn á lokaorðið. „Ég er stoltur af bókinni. Mjög stoltur. Sjálfsagt alls ekki allir sammála mér en þannig er það bara.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka