Veiðimyndasamkeppninni lýkur í dag

Frá Haukadalsá. Hér bakar sól veiðimann og í baksýn er …
Frá Haukadalsá. Hér bakar sól veiðimann og í baksýn er veiðihúsið. Sigurður Þorvaldsson

Síðasti dagur til að skila inn myndum í myndasamkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins er í dag. Frestur er til miðnættis en eftir það tekur dómnefnd til starfa og sker úr um hver hlýtur verðlaunin, sem er Sage X stöng að verðmæti 129.900 krónur. Það er Veiðihornið í Síðumúla sem leggur til vinninginn. Netfangið er eggertskula@mbl.is.

Þátttaka hefur verið virkilega góð og við höfum einungis birt brot af þeim myndum sem sendar hafa verið inn. Hér ætlum við að birta nokkrar til viðbótar og fyrsta myndin er frá Haukadalsá á björtum síðsumardegi. Myndasmiður er Sigurður Þorvaldsson og veiðimaðurinn sem sólin bakar er Þorleifur Sigurþórsson. Í baksýn er svo veiðihúsið við Haukadalsá.

Eini laxinn minn í sumar heitir þessi mynd. Í baksýn …
Eini laxinn minn í sumar heitir þessi mynd. Í baksýn er fossinn Faxi í Tungufljóti. Ljósmynd/Stefán Ingi Daníelsson

Stefán Ingi Daníelsson sendi þessa mynd inn. Hún heitir einfaldlega: Eini laxinn minn í sumar. Í bakgrunni er hinn tignarlegi Faxi í Tungufljóti. Mikið magn af laxi var neðan við Faxa í sumar og þar gerðu margir góða veiði.

Kastað fyrir bleikju efst í Fjarðará í Seyðisfirði.
Kastað fyrir bleikju efst í Fjarðará í Seyðisfirði. Ljósmynd/Jón Þór Tryggvason

Jón Þór Tryggvason sendi inn nokkrar myndir. Sú sem birtist hér er tekin efst í Fjarðará í Seyðisfirði. Hér er kastað fyrir bleikju. Það er mikið að gerast í þessari mynd, bæði í vatni og birtu.

Veitt í Bjarnafossi í Tungufljóti í Vestur Skaftafellssýslu. Mikið vatnshaf …
Veitt í Bjarnafossi í Tungufljóti í Vestur Skaftafellssýslu. Mikið vatnshaf og veiðimaðurinn er smár, en við bakka fjær, nánast fyrir miðju. Ljósmynd/Óskar Þorgils Stefánsson

Óskar Þorgils Stefánsson sendi inn mynd frá Tungufljóti í Vestur Skaftafellsýslu. Veiðimaðurinn er Guillaume frá París og hann er hér að veiða Bjarnafoss. Það var mikið vatn í fljótinu þegar þessi mynd var tekin og veiðimaðurinn er býsna smár í þessu mikla hafi. Hann er við bakkann fjær, nánast fyrir miðju.

Kastað fyrir urriða undir Fagrafossi í Köldukvísl.
Kastað fyrir urriða undir Fagrafossi í Köldukvísl. Ljósmynd/Andri Þorleifsson

Þá skellum við okkur upp í Köldukvísl inni á Sprengisandsleið. Þessa mynd tók Andri Þorleifsson og hér er Arnar Freyr Einarsson að kasta fyrir urriða undir þeim magnaða Fagrafossi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert