Mikil aukning á stórum birtingi

Inga Lind alsæl og í hamingjukasti með stærsta birtinginn úr …
Inga Lind alsæl og í hamingjukasti með stærsta birtinginn úr Tungulæk í haust. Ljósmynd/Aðsend

Sjóbirtingsveiði er nú víðast hvar lokið eða að ljúka. Veiðin á hefðbundnum svæðum hefur verið góð og sérstaka athygli vekur hversu mikið hefur verið um stóra sjóbirtinga. Sá stærsti sem Sporðaköst hafa fengið fregnir af veiddist í Vatnamótunum í haust og var hann sléttir hundrað sentimetrar.

Veiði er lokið í Eldvatninu í Meðallandi og veiddust þar tæplega fimm hundruð fiskar. Þar af var sjóbirtingur í miklum meirihluta eins og lög gera ráð fyrir. Samkvæmt samantekt leigutaka Eldvatnsins veiddust 463 sjóbirtingar, sautján laxar og fjórar bleikjur. Í samantektinni sem birtist á Facebook-síðu Eldvatnsins má sjá að ríflega hundrað fiskar voru á bilinu 70 - 79 sentimetrar. 39 fiskar voru á bilinu 80 - 89 sentimetrar og þrír stærstu mældust 90, 93 og 95 sentimetrar.

Hestabóndinn Hafliði Þ. Halldórsson búinn að taka birtinginn úr plastinu. …
Hestabóndinn Hafliði Þ. Halldórsson búinn að taka birtinginn úr plastinu. Hann áætlar að fiskurinn hafi verið búinn að vera um mánuð í ánni. Þetta er hans stærsti birtingur en fáir þekkja Vatnamótin jafn vel og Hafliði. Ljósmynd/Aðsend

Svipuð staða er uppi í Tungulæk en þar veiddust 260 sjóbirtingar árið 2019. Tíu stærstu fiskarnir eru á bilinu 86 sentimetrar upp í 94 sentimetra og var það fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir sem landaði þeim stærsta, eins og kom fram í Sporðaköstum á sínum tíma. Veiðin í Tungulæk var að stærstum hluta í efsta veiðistaðnum, Breiðunni. Þar veiddust 214 af 260 sjóbirtingum. Nobblerar voru áberandi bestu flugurnar og var samtals 56 birtingum landað á svartan og appelsínugulan Nobbler.

Veiði í Vatnamótum og Geirlandsá var einnig mjög góð í vor og í haust og í ár var töluvert sem veiddist af sjóbirtingi í Rangánum í sumar og var nokkuð um fiska í yfirstærð.

Telja verður líklegt að bæði Tungulækur og Eldvatn njóti góðs af veiða/sleppa fyrirkomulaginu, en alþekkt er að sjóbirtingar geta hrygnt ár eftir ár. Aukið hlutfall stórfiska er áberandi á báðum þessum vatnasvæðum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka