Veðurspá fyrir fyrstu rjúpnadaga

Útlitið fyrir fyrstu helgina er nokkuð gott. Litlar líkur á …
Útlitið fyrir fyrstu helgina er nokkuð gott. Litlar líkur á einhverjum hvelli. Rétt er samt að fylgjast vel með spám þegar þær verða áreiðanlegri. Ljósmynd/ES

Nú er rétt vika í að fyrsti rjúpnaveiðidagurinn renni upp. Veðrið er alltaf stærsti áhrifavaldurinn þegar kemur að veiði og þá sérstaklega rjúpnaveiði. Langtímaspár eru nú farnar að ná yfir fyrstu rjúpnahelgina. Sporðaköst settu sig í samband við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing og spurðu út í horfurnar þessa fyrstu daga veiðitímabilsins.

„Ég var einmitt að skoða þetta. Spárnar eru nokkuð samhljóma fram á fimmtudag. Eftir það eykst óvissan og það er nú gjarnan þannig eftir sjötta dag að þá eykst hún. Stundum nær maður að sjá þær á svipuðum nótum aðeins lengur og jafnvel fram á áttunda eða níunda dag. Það er spáð mjög rólegu veðri í næstu viku og er útlit fyrir á föstudag að hann snúist úr suð-vestan yfir í austan átt. Þá verður nokkur vindur á suð-austurlandi og einhver rigning en almennt séð bjart og gott veður. Það verður að öllum líkindum um frostmark á láglendi og eitthvert frost til fjalla, alla vega um norðanvert landið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson um veðurhorfurnar. Hann rekur veðurvefinn blika.is og þar er hægt að skoða staðbundnar spár sem veiðimenn ættu að hafa í huga þegar nær líður og á sjálfri vertíðinni.

Mikil ummerki eftir rjúpu. Hér hefur stór hópur haft næturstað.
Mikil ummerki eftir rjúpu. Hér hefur stór hópur haft næturstað. Ljósmynd/ES

En Einar er búinn að rýna enn frekar í langtímaspána og segir að þrjár sviðsmyndir séu í kortunum þegar horft er til laugardags og sunnudags, sem eru annar og þriðji nóvember.

„Þessar sviðsmyndir eru mjög ólíkar en allar jafn líklegar. Góðu fréttirnar eru kannski þær að líkur á endurteknu norðanhreti eins og við höfum kynnst í þessari viku, eru mjög litlar. Það eru metnar þriðjungs líkur á því að austanáttin sem kemur næsta föstudag, að hún haldi yfir helgina og þá með ágætis veðri allavega á norðanverðu landinu og Vestfjörðum. Það eru líka þriðjungs líkur á því að hann snúist í sunnan átt með hlýindum og þá nokkuð vindasamara veðri. Því myndi þá fylgja nokkur úrkoma sunnan og vestan til. Svo eru tæplega þriðjungs líkur á því að það verði hæðarhryggur hér yfir og hægviðri og bjartviðri víðast hvar.“

Hvaða sviðsmynd er líklegast að verði ofan á þessa daga?

„Yfirleitt er það þannig að ein sviðsmyndin rís upp úr en það er ekki raunin með þessa helgi. Þær eru í raun allar jafn líklegar. En ef maður skoðar baksvið þessara spáa og fer aðeins dýpra þá sést óróleiki koma fram í bylgjuganginum í háloftunum yfir landinu, einmitt þegar líður á vikuna. Veðrið getur því farið í ýmsar áttir og því treysti ég mér ekki til að veðja á eina þeirra umfram hinar. Útilokunaraðferðin hins vegar segir okkur þó ýmislegt. Líkur á norðan kasti og snjókomu eru álitnar mjög litlar.“

Þannig að miðað við allt og allt þá lítur þetta bara ágætlega út?

„Já ég myndi segja það. Það er spáð mjög fínu veðri næstu daga, sérstaklega á sunnudag og mánudag. Norðan áttin fyrir austan gengur ekki niður fyrr en á morgun en svo gerir fínasta veður. Þetta hefði verið mjög fínt veður ef fyrsta veiðihelgin hefði verið núna,“ sagði Einar.

En þá vita menn það. Útlit fyrir skaplegt veður, auðvitað svæðis bundið en litlar líkur á einhverjum hvelli. Þá er bara að fara að huga að gallanum og útbúnaðinum og vera klárir í slaginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert