Umsögn um fyrstu bók „Haugsins“

Af flugum, löxum og mönnum er skemmtileg lesning og á …
Af flugum, löxum og mönnum er skemmtileg lesning og á erindi. Ljósmynd/Aðsend

Bókin hans Sigurðar Héðins, Af flugum, löxum og mönnum er prýðisgóð lesning. Bókin kemur í verslanir í byrjun næsta mánaðar en Sporðaköst fengu í hendur eintak til að lesa. Skemmst er frá því að segja að með lækkandi sól eykst þörf fyrir veiðitengt efni hjá mörgum. Sigurður Héðin, eða Haugurinn eins og hann er oftast kallaður, hefur sent frá sér bók þar sem hann miðlar af sinni víðtæku reynslu. Hann fer yfir allt, frá flugum yfir í lestur á vatni og útskýringar á hvar fiskurinn getur haldið sig.

Drápa útgáfufélag, gefur úr bókina.

Við lestur bókarinnar fékk sá er þetta skrifar alls konar hugljómanir. Allt frá því að hugsa. „Já. Sennilega er ég að gera þetta rétt.“ Yfir í það að skammast sín ofurlítið og þá sérstaklega kemur upp í huga kaflinn um að losa flugu úr festu. Undirritaður hefur oft gefist upp á skjóta úr festunni og hreinlega togað fluguna annar hvort lausa eða slitið. Þetta segir Sigurður Héðinn að sé algerlega bannað og þegar hann útskýrir af hverju þá blasir það við. Með því að teygja svo á flugulínunni er mikil hætta á að eiginleikar hennar hreinlega glatist. Það var við þennan lestur sem undirritaður skammaðist sín aðeins. Þegar höfundur kallar fram viðbrögð hjá lesandanum er einhverju markmiði væntanlega náð.

Sigurður Héðinn er listaflinkur fluguhnýtari og kynnir til leiks margar af sínum flugum og það sem meira er, einnig eftir marga aðra. Inn í allan þennan fróðleik fléttar hann á skemmtilegan hátt forvitnilegar sögur af upplifunum við árbakkann.

Haugurinn eða Sigurður Héðinn tekst á við stórlax.
Haugurinn eða Sigurður Héðinn tekst á við stórlax. Ljósmynd/Aðsend

Karlinn var í þrjátíu ár leiðsögumaður víða um land og hefur lent í einu og öðru. Þetta er ein af þessum veiðibókum sem maður les og leggur frá sér en veit að maður á eftir að taka hana aftur fram. Kannski í vetur nú eða allavega í vor.

Bókin er mjög persónuleg enda tekur höfundur það fram að hann er að miðla af sinni reynslu. Það tekst honum vel og útkoman er einkar áhugaverð bók fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Bókin er falleg og vegleg. Þetta er frábær frumraun hjá Sigurði Héðni og fyllsta ástæða til að óska honum til hamingju.

Hér eru ekki gefnar stjörnur, frekar umsögn: Ég hafði gaman af lestrinum.

Eggert Skúlason

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka