Lokatölur hafa nú birst úr öllum laxveiðiám. Þá er rétt að uppfæra lista yfir hvar besta veiðin var á dagstöng. Hér birtist lokaniðurstaða fyrir laxveiði sumarið 2019. Formúlan er í sjálfu sér einföld og er fjölda stanga deilt í heildarveiði og svo er deilt í þá tölu með fjölda veiðidaga. Ávallt er miðað við 90 daga.
Þá sést hvar veiðin var best á hverja dagstöng. Nú er búið að taka báðar Rangárnar inn í listann og þær lenda óvenju neðarlega þrátt fyrir fjölda fiska, enda eru margar stangir í þessum ám. Hér er farið í einu og öllu eftir tölum Landssambands veiðifélaga.
Fjöldi stanga í nokkrum ám er breytilegur. Sérstaklega ber þar að nefna Laxá í Dölum sem fyrri hluta sumars er veidd með fjórum stöngum og síðari hluta með sex. Sama á við Um Miðfjarðará en þar eru færri stangir framan af veiðitíma. Selá er líka með breytilegan stangafjölda. Þessar ár eru stjörnumerktar. Ekki er leiðrétt fyrir þessu í tölunum. Síðasti dálkur töflunnar sýnir veiði á dagsstöng í fyrra í sömu á.
Veiðisvæði Fjöldi laxa Stangir Á stöng Dagst. Dagst.
2019 2018
Selá í Vopnafirði* 1.484 6 247 2,75 2,48
Laxá á Ásum 807 4 202 2,24 1,95
Urriðafoss 747 4 187 2,07 3,66
Laxá í Dölum* 746 4 186 2,07 1,99
Rangá-eystri 3.048 18 169 1,88 2,44
Miðfjarðará* 1.606 10 161 1,79 3,02
Svalbarðsá 476 3 159 1,76 1,02
Elliðaár 537 4 134 1,49 2,66
Haffjarðará 651 6 109 1,21 2,86
Hofsá í Vopnaf. 711 7 102 1,13 0,86
Hafralónsá 377 4 94 1,05 0,56
Rangá-ytri 1.675 18 93 1,03 2,45
Grímsá 687 8 90 0,95 1,44
Þverá/Kjarrá 1.133 14 81 1,00 1,95
Vatnsdalsá 477 6 80 0,88 0,92
Blanda 638 10 64 0,71 0,96
Laxá í Leirársveit 348 6 58 0,64 1,24
Langá 659 12 55 0,61 1,51
Víðidalsá 430 8 54 0,60 0,78
Haukadalsá 215 5 43 0,47 1,34
Mýrarkvísl 167 4 42 0,46 0,23
Laxá í Kjós 328 8 41 0,45 1,37
Norðurá 577 15 38 0,42 1,25
Hítará 203 6 34 0,37 1,07
Laxá í Aðaldal 501 17 29 0,33 0,39
Svalbarðsá færðist upp um eitt sæti, þar sem hún var reiknuð út frá fjórum stöngum. Hið rétta er að hún er veidd á þrjár stangir. Leiðréttist það hér með.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |