Sporðaköst hafa haldið saman lista í sumar yfir „hundraðkalla“ eða laxa sem mælast hundrað sentímetrar og yfir. Nú þegar líður að vetrardvala Sporðakasta þá er hér endurbirtur listinn yfir þá fiska sem liggur fyrir vitneskja um. Það veiddust slíkir fiskar á 21 vatnasvæði í sumar og að venju var Laxá í Aðaldal í ofurlitlum sérflokki hvað þetta varðar. Athygli vekur að átta slíkir stórlaxar veiddust í Víðidalsá og er það virkilega gott hlutfall í slöku sumri. Þá er ekki síður eftirtektavert að í fyrsta skipti í tvo áratugi veiddist slíkur fiskur í Grímsá. Og það meira að segja tveir. Annars lítur listinn svona út. Ef menn sakna einhverra fiska af listanum sem þeir vita um, þá endilega hafa samband og við uppfærum.
Hér að neðan má sjá lista yfir stórlaxana sem hafa náð hundrað sentímetrum í lengd og þaðan af stærri í sumar.
Nes í Aðaldal 18 Stærsti lax sumarsins veiddur þar.
Laxá í Aðaldal 10 Óstaðfest, en nærri lagi.
Víðidalsá 8 103 sm í Silungabakka 18. sept
Miðfjarðará 5 Sá síðasti veiddur 19.9.
Þverá/Kjarrá 5 Stærsti 104 sm. Annars 1/4 skipting.
Selá 2 Báðir á Fossbreiðu.
Vatnsdalsá 2 Úr Línufljóti og Þórhöllustaðahyl.
Grímsá 2 Langþráð. Ekki gerst í tuttugu ár.
Eystri Rangá 2 Gætu verið fleiri en ekki staðfest.
Stóra Laxá 2 102 sm hængur veiddur 16.9.
Laxá á Ásum 2 Einn í ágúst og annar í september.
Haukadalsá 1 Þar veiddist 106 sentímetra lax.
Ytri Rangá 1 Sá var 104 sentímetrar.
Mýrarkvísl 1 Veiðin í sumar mun betri en í fyrra.
Hólsá 1 Hér er átt við eystri bakka.
Ölfusá 1 Mældist 105 sm.
Laxá í Leir. 1 100 sm úr Miðfellsfljóti 6. sept.
Jökla 1 102 sm í byrjun ágúst.
Húseyjarkvísl 1 102 sm 13. ágúst í Réttarhyl.
Hítará 1 105 sentímetra, veiddur 6. sept.
Hrútafjarðará 1 102 sentímetrar. Bálkur í ágúst.
Hafralónsá 1 100 setnímetrar, veiddur 4. júlí.
Listinn verður áfram uppfærður þegar tilefni verður til.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |