Sporðaköst greindu frá því fyrr í þessum mánuði að Lax-á ehf., fyrirtæki Árna Baldurssonar, hefði sagt sig frá samningi um leigu á Leirvogsá. Þar með var áin á lausu en hafði, áður en Lax-á tók hana á leigu, verið undir hatti Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í sömu frétt var greint frá því að líklegast væri að SVFR tæki ána aftur á leigu. Það er nú frágengið og greindi Stangaveiðifélagið frá þessu á heimasíðunni í dag. Þar segir:
„Leirvogsá er komin aftur til Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gengið var frá undirritun samnings þess efnis nú á dögunum. Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn og velunnara árinnar. Verið er að skoða veiðifyrirkomulag fyrir næsta sumar og verður það auglýst nánar síðar,“ segir í frétt SVFR.
Ástæðan fyrir því að Lax-á lét ána frá sér áður en samningur var útrunninn, var að sögn Árna Baldurssonar að lítið hefði verið af bæði fiski og vatni í ánni þau þrjú ár sem hún var í sölu hjá Lax-á.
Nú er Leirvogsá sem sagt aftur komin til SVFR.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |