Spikfeitt Sportveiðiblað komið út

Bjarni Júlíusson glímir við lax í Myrkhylsrennum í Norðurá. Grein …
Bjarni Júlíusson glímir við lax í Myrkhylsrennum í Norðurá. Grein hans í Sportveiðiblaðinu er sláandi. Hann segir þetta sumar það lang lélegasta sem við höfum upplifað. Einar Falur Ingólfsson

Nýtt og efnismikið Sportveiðiblað er komið út. Þar ber fyrst að nefna vel ígrundaða grein frá reynsluboltanum Bjarna Júlíussyni sem fer yfir sumarið. Bjarni kemst að þeirri niðurstöðu að sumarið 2019 hafi ekki bara verið lélegasta laxveiðisumar frá því að fræðimenn fóru að halda reglulega utan um þessi göng, heldur það lang lélegasta. Bjarni færir sannfærandi rök fyrir máli sínu og býr til forsendur sem eiga að kallast á við mælingar allt frá árinu 1974. Þegar hann er búinn „leiðrétta“ veiðitölurnar fyrir veiða/sleppa fær hann út að um tuttugu þúsund laxar veiddust úr laxagöngum í sumar. Grein Bjarna er allrar athygli verð.

Tveir viskubrunnar deila upplifun sinni í blaðinu, enn það eru þeir Hjalli í Hlað og Sigurður „Haugur.“

Tekið er hús á kvenna veiðiklúbbnum „Strekktar línur,“ saga af veiði í rússnesku ánni Ponoi er birt í máli og myndum. Þá kynnir Rasmus Ovesen fluguveiðar í Bosníu og Hersegóvínu, sem hann kallar demant Balkansvæðisins. Hann segir marga fluguveiðimenn þekkja til Slóveníu og Króatíu í þessu samhengi, en færri viti um leyndarmál áður nefndra landa.

Er hér aðeins búið að nefna brot af því efni sem annað tölublað 37. árgangs Sportveiðiblaðsins skartar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka