Sporðaköst fara nú í vetrarfrí. Með hækkandi sól stefnum við að því að vera aftur hér á mbl.is. Þetta er heldur betur búið að vera viðburðaríkt sumar. Vatns- og fiskleysi stóð upp úr þegar kemur að laxinum. Silungsveiði var með eindæmum góð og sömu sögu er að segja af sjóbirtingi, sem dafnar vel þessi árin.
Sporðaköst fara nú að klippa það efni sem tekið var upp í sumar í nýrri seríu Sporðakasta sem sýnd verður á Stöð 2 í vor. Þar er á ferðinni öðruvísi nálgun en áður hefur verið. Gestir þáttanna eru allir erlendir veiðimenn og er þeirra upplifun á landi og þjóð afar áhugaverð.
Um miðjan nóvember munum við birta veiðimynd ársins og verðlauna myndasmiðinn með Sage X flugustöng frá Veiðihorninu.
Sporðaköst vilja þakka samstarfið við svo fjöldamarga aðila í sumar. Þar ber fyrst að þakka veiðimönnum sem voru duglegir að senda okkur myndir og upplýsingar. Þá var samstarfið við leigutaka oftast gott. Sporðaköst eru fyrir veiðimenn og um veiðimennsku hvers konar.
Þá ber að þakka mbl.is fyrir að gefa þessum efnisflokki svo veglegt pláss. Veiðihornið í Síðumúla var aðalstyrktaraðili verkefnisins og var það samstarf til fyrirmyndar. Þá ber einnig að þakka samstarfið við Heklu og Mitsubishi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |