Þriggja manna dómnefnd, sem tók að sér að velja bestu veiðimynd sumarsins 2019, er að ljúka störfum. Sigurmyndin verður birt hér á laugardag. Dómnefndina skipa Þorsteinn J. Vilhjálmsson, veiði- og fjölmiðlamaður, Kjartan Þorbjörnsson betur þekktur sem Golli og er hann fulltrúi fagmanna í nefndinni en Golli er reyndur og virtur ljósmyndari og hefur meðal annars tekið mikið af veiðimyndum. Síðastur en ekki sístur í dómnefndinni er svo Ólafur Vigfusson eigandi Veiðihornsins. Samkeppnin var samstarfsverkefni Sporðakasta og Veiðihornsins.
Verðlaunin eru glæsileg, eða Sage X flugustöng að verðmæti 129.900 kr. Það er Veiðihornið í Síðumúla sem gefur verðlaunin. Mikill fjöldi mynda var sendur inn og þakka Sporðaköst þann mikla áhuga sem veiðimenn og lesendur sýndu.
Í haust birtum við margar myndir sem dæmi um þá miklu flóru sem barst samkeppnina. Þær myndir sem bárust í samkeppnina kunna þó enn að birtast opinberlega þar sem Veiðihornið mun nýta sér einhverjar þeirra til kynninga og auglýsinga.
Dómnefnd eru þökkuð yfrigripsmikil störf og óeigingjörn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |