Veiðimynd ársins 2019

„Þarna er allt undir. Háfurinn er í minna lagi og …
„Þarna er allt undir. Háfurinn er í minna lagi og ef þetta mistekst þá veiða þeir aldrei saman aftur,“ segir m.a. í umsögn dómnefndar um Veiðimynd ársins. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Þriggja manna dómnefnd hefur valið bestu veiðimynd ársins. Myndasmiðurinn og þar með sigurvegari samkeppninnar er Bjarni Bjarkason. Hann sendi inn nokkurt magn af myndum og sú sem hér birtist hlaut flest atkvæði dómnefndar. 

Þetta er mynd sem hefur allt til að bera. Eins og Þorsteinn Joð, einn dómnefndarmanna orðaði það, „Þarna er allt undir. Háfurinn er í minna lagi og ef þetta mistekst þá veiða þeir aldrei saman aftur.“

Myndin sýnir augnablik þar sem Jeff Currier, einn þekktasti veiðimaður í heimi, er að slást við stórurriða í Þingvallavatni. Sá sem er á háfnum er Gunnar Örn Petersen hjá FishPartner. Stöngin er notuð til hins ýtrasta og þetta er augnablikið þegar allt er undir. Myndin segir ekki hvernig fór og hún er hlaðin spennu.

Golli ljósmyndari og Ólafur Vigfússon, hinir tveir dómnefndarmennirnir, voru sammála. Auðvitað komu fleiri myndir til greina og þetta var ekki auðvelt val. En úrslitaatriðið var spennan í myndinni. 

Takk allir fyrir þátttökuna og til hamingju Bjarni Bjarkason.

Verðlaunamyndin 2019. Tekist á við urriða í Þingvallavatni.
Verðlaunamyndin 2019. Tekist á við urriða í Þingvallavatni. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka