Ýmist stöngin eða myndavélin á lofti

Dómnefnd, eigendur og sigurvegari. Frá vinstri: Ólafur Vigfússon, Þorsteinn Joð …
Dómnefnd, eigendur og sigurvegari. Frá vinstri: Ólafur Vigfússon, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson, Bjarni Bjarkason með verðlaunin, Golli ljósmyndari og María Anna Clausen. Jólabrosin eru mætt. Ljósmynd/ES

Það var kátur hópur sem hittist í Veiðihorninu í Síðumúla í vikunni. Þar hittust dómnefnd samkeppninnar um bestu veiðimyndina 2019 og sigurvegari í keppninni. Bjarni Bjarkason, sem tók myndina sem dómnefnd valdi besta, kom til að taka við verðlaununum sínum. Sage X-einhendu að verðmæti 129.900 kr, sem Veiðihornið gaf.

Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen, eigendur Veiðihornsins tóku brosandi á móti Bjarna og afhentu honum stöngina góðu, um leið og þau óskuðu honum til hamingju. Bjarni var einkar kátur með stöngina enda er hann mikill áhugamaður um stangaveiði.

Bjarni Bjarkason er lærður gullsmiður og smíðar hringa sem henta …
Bjarni Bjarkason er lærður gullsmiður og smíðar hringa sem henta veiðifólki. Ljósmynd/ES

„Ég er eiginlega alltaf með stöngina í annarri hendi og myndavélina í hinni. Og stundum er valið erfitt því að skemmtilegasta birtan er oft á morgnana eða kvöldin en þá er líka besta veiðivonin,“ sagði Bjarni í samtali við Sporðaköst þegar verðlaunin voru afhent.

„Ég myndaði víða í sumar og minnisstæðustu túrarnir eru einmitt úr Þingvallavatni þar sem ég tók myndina sem dómnefnd valdi. Svo var afskaplega gaman að mynda í Jöklu fyrir austan. Náttúran er svo hrikaleg þar og allt umhverfi svo magnað.“ Bjarni var afskaplega ánægður með Sage X-stöngina og sagði að hún yrði sett í fulla vinnu næsta sumar, og brosti.

Jóhann Jóhannsson sleppir laxi í Jöklu. Hér mætast tveir heimar …
Jóhann Jóhannsson sleppir laxi í Jöklu. Hér mætast tveir heimar og myndin er einkar skemmtileg. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Bjarni Bjarkason er alls ekki ókunnugur Veiðihorninu. Ekki er hann einasta góður myndasmiður, heldur er hann lærður gullsmiður og hefur um nokkurt skeið framleitt hringa fyrir veiðimenn. Hringarnir eru prýddir fiskum og eru sannkallaðir skartgripir. Bjarni mátaði nokkra fyrir okkur og líta þeir vel út. Hringarnir eru til sölu í Veiðihorninu.

Um leið og Sporðaköst óska Bjarna til hamingju er vert að minna veiðifólk á að vera með myndavélina, eða símann, við höndina og vera dugleg að taka myndir. Vonandi endurtökum við leikinn næsta sumar. Eins og Þorsteinn Joð benti á eru það oft skemmtilegustu myndirnar sem verða til í aðdragandanum og þegar atgangurinn er sem mestur. Þær eru iðulega flottari en uppstilltu myndirnar. Það eru orð að sönnu.

Tekist á við fallegan urriða í Svartá í Bárðardal. Hér …
Tekist á við fallegan urriða í Svartá í Bárðardal. Hér er það Þrándur Gíslason Roth sem heldur á stönginni. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason
Og að lokum er það myndin sem valin var besta …
Og að lokum er það myndin sem valin var besta veiðimyndin 2019 í samkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins. Frábært augnablik við Þingvallavatn í vor. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert