Urriðaboltar í kuldanum

Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, …
Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, 81 cm og 7,6 kg. Fiskinum var sleppt eftir myndatöku.

Stangveiðitímabilið hófst í norðangarra og frosti í gær en veiði í nokkrum helstu sjóbirtingsánum, og fáeinum silungsám og -vötnum til, hefst ætíð 1. apríl. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyndu veiðimenn að setja í fiska og nokkrir vænir tóku.

Urriði sem tók Black Ghost-flugu Jóhannesar Hinrikssonar í Ytri-Rangá vakti athygli; hnausþykkur og þungur. 81 cm á lengd og vó rúm 15 pund. „Hann negldi fluguna og viðureignin var mögnuð,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst á mbl.is.

Á sjóbirtingsslóð í Vestur-Skaftafellssýslu var kropp og til að mynda veiddust stórir og vel haldnir birtingar í Eldvatni í Meðallandi. Og þá var fjör hjá hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Hörpu Hlín Þórðardóttur sem veiddu í Leirá í Leirársveit og voru komin með 20 birtinga upp úr miðjum degi, sá stærsti 82 cm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert