Vorveiðin hafin í Elliðaánum

Fyrsta urriðanum í Elliðaánum landað í morgun. Kröfur veiðimanna á …
Fyrsta urriðanum í Elliðaánum landað í morgun. Kröfur veiðimanna á þessum degi verkalýðsins eru einfaldar. Gott veður og mikið af fiski. Ísabella Lív háfar fyrir Steinar Karl Kristjánsson. Ljósmynd/Ingimundur Bergsson

Dagur verkalýðsins er runninn upp, en þessi dagsetning á líka sterka tengingu í hugum margra veiðimanna. Sífellt fleiri veiðisvæði opna nú og þannig hófst vorveiðin í Elliðaánum í morgun. Fyrir hádegi var búið að landa tveimur urriðum.

Veiðisvæðið er efri hluti Elliðaánna. Frá Höfuðhyl sem er efsti veiðistaðurinn og niður að Hrauni sem er rétt ofan við Vatnsveitubrúna.

Ísabella alsæl með fyrsta urriðann úr Elliðaánum. Hann mældist 48 …
Ísabella alsæl með fyrsta urriðann úr Elliðaánum. Hann mældist 48 sentímetrar og vóg 1,5 kíló. Ljósmynd/SKK

Veiðimenn voru mættir í morgun og þrátt fyrir fremur kaldan dag gáfu sig tveir fyrir hádegi. Feðginin Steinar Karl Kristjánsson og Ísabella Lív lönduðu fallegum urriða í morgun í góðu samstarfi. Það leyndi sér ekki að urriðinn er á fullu að éta. Þegar þau kíktu upp í hann vall bókstaflega út úr honum bobbi og aðrar kræsingar sem urriðar sækjast í.

Urriðinn er í góðum holdum og eins og sjá má …
Urriðinn er í góðum holdum og eins og sjá má á þesari mynd er fæðuframboð nægilegt. Ljósmynd/SKK

Á vef svfr.is er að finna allar upplýsingar um fyrirkomulag veiðanna og er þar meðal annars bent á hvaða flugur hafa verið að gefa best í urriðanum á vorin. Fyrst er nefnd til sögunnar Pheasant Tail númer 14, en einnig bent á að straumflugur hafi virkað vel. Black Ghost, Dentist og Rektor sem allt eru klassískar straumflugur fyrir urriða.

Þó nokkur vötn sem Veiðikortið veitir aðgang að, opnuðu í dag. Má þar meðal annars nefna Úlfljótsvatn - vesturbakki.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert