Risaurriði úr Þingvallavatni

Þvílíkur fiskur. Mældist hundrað sentimetrar og er sá stærsti sem …
Þvílíkur fiskur. Mældist hundrað sentimetrar og er sá stærsti sem Sporðaköst vita um í nokkurn tíma úr Þingvallavatni. Veiðimaður er Artur Muszynski. Ljósmynd/Aðsend

Þessi tröllvaxni urriði veiddist í gærkvöldi í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins. Mikið hefur verið fjallað um uppgang urriðans í vatninu síðustu ár og hafa þeir veiðst margir stórir í vor. Þessi stórfiskur mældist hvorki meira né minna en hundrað sentimetrar.

Veiðihornið í Síðumúla birti þessa frétt á Facebook-síðu sinni. Það er mat manna sem Sporðaköst hafa rætt við um þennan fiski að þetta sé sá stærsti í langan tíma úr vatninu.

Veiðimaðurinn er Artur Muszynski og stóð viðureignin lengi enda ekki auðvelt að draga svona dreka á þurrt.

Flugan er straumfluga og ein af þeim sem hnýttar eru af Marek Imierski.

Veiðimenn sem voru við veiðar á Þingvöllum í morgun voru almennt sammála um að vatnið væri að lifna mikið og þar geta orðið spennandi dagar á næstunni, þegar bleikjan fer að láta sjá sig og leita í æti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert