Af skrímslum og veiðimönnum

Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari með þennan líka urriða sem hann …
Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari með þennan líka urriða sem hann veiddi í morgun í Ytri-Rangá. Ljósmynd/Aðsend

Arnar Rósenkranz, trommuleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, er ekki bara laginn með kjuðana. Hann er hörkuveiðimaður og sýndi það svo sannarlega í morgun. Hann var við veiðar í Ytri-Rangá og setti í og landaði þessum boltafiski.

Þetta er staðbundinn urriði og mældist 75 sentimetrar og eins og myndin ber með sér er hann í virkilega góðum holdum. Hann tók þyngda útgáfu af Black Ghost með gúmmífálmurum.

Jóhannes Hinriksson, staðarhaldari í Ytri-Rangá, sagði að Arnar hefði fengið fiskinn uppi í þorpi, við gamla brúnarhylinn. Aðspurður sagði hann að vorvertíðin hefði verið virkilega góð í Ytri-Rangá. „Það er enn sjóbirtingur á svæðinu og fékk ég síðast í gærmorgun einn í Djúpós. En það er líka búið að vera mikið ævintýri þegar menn hafa verið að setja í þessa stóru staðbundnu urriða, eins og Arnar fékk í morgun. Þarna eru innan um hrein skrímsli, þeir eru svo stórir og eftir því sterkir,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst.

Nú er vorvertíðinni að ljúka hjá Jóhannesi og er síðasti veiðidagur á sunnudag, eða 31. maí. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert