Miðfjarðará með sitt eigið kampavín

Rafn Valur Alfreðsson með Miðfjarðarárkampavínið. Smakkaðist mjög vel að hans …
Rafn Valur Alfreðsson með Miðfjarðarárkampavínið. Smakkaðist mjög vel að hans sögn enda Premier Cru vín. Ljósmynd/Aðsend

Menn teygja sig mislangt í að gera gestum til hæfis í stóru veiðiánum. Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár er með nýjung í sumar. Það er kampavín sem er sérstaklega merkt Miðfjarðará.

„Ég hef lengi haft áhuga á að gera eitthvað svona. Svo komst ég í samband við lítið handverks kampavínshús í Champagne í Frakklandi sem framleiðir fyrst og fremst Grand Cru og Premier Cru vín. Eitt leiddi af öðru og fyrsta brettið kom til landsins um daginn. Þær eru komnar í kæli.“

Hver flaska er merkt Miðfjarðará og hana prýðir einnig vatnslitamynd af hinni margrómuðu laxaflugu Undertaker eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistamann.

Það fer ekkert á milli mála að þetta kampavín er …
Það fer ekkert á milli mála að þetta kampavín er merkt veiðihúsinu í Miðfjarðará. Sigurður Árni myndlistamaður málaði fluguna Undertaker sem prýðir miðann. Ljósmynd/Aðsend

Og hvernig smakkast svo búbblurnar?

„Við tókum smá smakk á veitingastaðnum Apótek um helgina og það var samdóma álit þeirra sem smökkuðu að þetta væri eðal kampavín,“ sagði Rafn í samtali við Sporðaköst.

Miðfjarðará opnar fimmtánda júní og nokkuð ljóst að kampavínið verður orðið vel kælt þegar þar að kemur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert