Dregur til tíðinda í laxveiðinni

Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir opnuðu heimili sitt í samkomubanni …
Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir opnuðu heimili sitt í samkomubanni og slógu í gegn. Nú takast þau á við annað hlutverk í Norðurá í fyrramálið. Mummi Lú

Nokkrar af stóru laxveiðiánum eru að opna næstu daga. Norðurá ríður á vaðið í fyrramálið og þar verða í aðalhlutverki Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir. Einar Sigfússon rekstraraðili Norðurár sagði í samtali við Sporðaköst að hann og kona hans hefðu talið mjög eðlilegt að bjóða Helga og Vilborgu að opna Norðurána. 

„Helgi, hans kona og þeirra fólk er búið að færa birtu og hlýju til landsmanna á erfiðum tímum og okkur fannst viðeigandi að kalla þau til leiks. Það er um leið ofurlítill þakklætis- og virðingarvottur,“ sagði Einar. Hann var á leið upp í Norðurá til að gera allt klárt og von er á fyrstu gestunum síðar í dag.

Fyrsta laxinum úr Norðurá sumarið 2019. Sumar sem flestir laxveiðimenn …
Fyrsta laxinum úr Norðurá sumarið 2019. Sumar sem flestir laxveiðimenn vilja gleyma. ÞGÞ

Einar segist hafa séð nokkra laxa síðustu daga upp við Laxfoss og hann hefur mun betri tilfinningu fyrir þessu sumri heldur en hörmungarsumrinu 2019.

Blanda og Þverá á föstudag

Á föstudag opna bæði Þverá í Borgarfirði og Blanda. Höskuldur B. Erlingsson sem meðal annars hefur verið leiðsögumaður laxveiðimanna hefur fylgst grannt með Blöndu undanfarin fimmtán ár. Hann segir að í dag hafi laxateljarinn í laxastiganum ofan við svæði eitt, sýnt tíu laxa. „Árið 2016 þegar var met opnun í Blöndu þá voru komnir 24 laxar í gegnum teljarann. Hvort þetta segir okkur svo eitthvað er ekki öruggt. En það hafa sést laxar stökkva að norðanverðu við Hrútey og sjálfur sá ég laxa um daginn. Samt er þetta alltaf spurningamerki,“ sagði Höskuldur í samtali við Sporðaköst.

Blanda. Veiðimenn á svæði eitt. Erling Ingvarsson glímir við lax. …
Blanda. Veiðimenn á svæði eitt. Erling Ingvarsson glímir við lax. Töluverð spenna er fyrir þeirri opnun. Einar Falur Ingólfsson

Opnun í Þverá í Borgarfirði er að sama skapi spennandi. Lax hefur sést í ármótum Þverár og Hvítár, Brennunni, þannig að staðfest er að hann er mættur. Hins vegar hefur vatnsmagn í Þverá verið mikið og því erfitt að skyggna hana. Ingólfur Ásgeirsson einn leigutaka Þverár var bjartsýnn þegar Sporðaköst náðu tali af honum í dag. „Ég er sannfærður um að við erum að fara inn í gott veiðisumar. Bæði er vatnsbúskapur mjög góður og fiskifræðingar hafa spáð góðum smálaxagöngum. Ég hef á tilfinningu að þetta geti orði í líkingu við sumarið 2013,“ sagði Ingólfur.

Það er margt sem bendir til þess að sumarið 2020 geti orðið gott. Þannig var vorið 2018 sennilega eins erfitt fyrir laxaseiði eins og hægt er að hugsa sér. Sjór kaldur og hrygning árið 2014 hafði verið afleit. Það voru einmitt seiði úr þeim árgangi sem þá gengu út. Vorið í fyrra hins vegar var alger andstæða. Sjávarhiti hagstæður og seiðárgangur góður. Þannig að allt bendir til þess að von sé á töluverðu magni af smálaxi.

Brennan opnar sem fyrr segir á föstudag og einnig Straumarnir. Þá hefst veiði í Kjarrá þann 7. júní og svo opna þær ein af annarri laxveiðiárnar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert